Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 96
94
Tllín
látið mörg góð og gagnleg mál til sín taka. Þannig
söfnuðu þær nærfelt 4000 dölum til elliheimilis á Gimli.
Kirkjufjelagið stofnsetti þar Gamalmennahæli 1915.
Fyrir 30 árum kom fyrst til orða, að kvenfjelögin í
hinum ýmsu dreifðu bygðum kæmu á samvinnu með
sjer. Átti frú Lára Bjarnason, sem stofnaði kvenfje-
lag hins fyrsta lúterska safnaðar í Winniþeg 1886,
upptök að því, en ekki varð þó af því í það sinn. —
Bandalag lúterskra kvenna var stofnað 1925, fyrir
forgöngu þessa sama fjelags, og er formaður þess frú
Guðrún Johnson (Ásgeirsdóttir frá Lundum í Borgar-
firði). Henni farast svo orð, er hún ávarpar 8. þing
Bandalags lúterskra kvenna: »Framfarirnar hafa ekki
verið stórstígar, sem varla er við að búast, en þeir,
sem hafa fylgst með starfi voru, hafa veitt því eftir-
tekt, að fjelagið hefur þroskast ár frá ári, áhugi fyrir
því vaknað, fundir þess verið frábærlega vel sóttir og
fyrirlestrar lærdómsríkir og uppbyggilegir, verið flutt-
ir. Eins og kunnugt er, samanstendur þetta Bandalag
af safnaðarkvenfjelögum Kirkjufjelagsins, fjelögum,
sem að kristilegri starfsemi vinna. Hefur það því tek-
ið á dagskrá sína þau mál, sem standa næst þeirra
verkahring: 1. Kristileg uppfræðslumál. 2. Uppeldis-
mál. 3. Bindindismál. 4. Friðarmál.
Enn sem komið er hefur kristindómsfræSsla verið
aðalverk fjelagsins. í þrjú sumur hefur Sambandið
sent kennara til þriggja prestlausra safnaða norður
við Manitobavatn og eitt sumar til Árness í prestleysi
þar, til að halda kristindómsnámskeið fyrir unglinga.
Fjelagið hefur verið sjerstaklega heppið að fá til þessa
starfs mikilhæfar, mentaðar stúlkur með mikilli æf-
ingu í sunnudagsskólakenslu. Stendur fjelagið og allir,
sem að þessu vinna, í mikilli þakklætisskuld við þær.
Starf þeirra hefur borið frábærlega góðan árángur«.
f ritinu er stuttlega skýrt frá stofnun og starfsemi