Hlín - 01.01.1934, Síða 97
um 40 kvenfjelaga, sem eru dreifð víðsvegar um I's-
lendingabygðir. Konan, sem skrifar þetta, segir svo:
»Þaö hefur verið mjer sjerstök ánægja að lesa hinar
mörgu og fróðlegu skýrslur, sem mjer hafa borist frft
þessum fjelögum. — Jeg hef einnig með höndum
nokkrar af fundarbókum hinna elstu fjelaga. Blöðin
eru lúð og skriftin máð. Manni hlýnar einkennilega
um hjartaræturnar við að lesa þessi gömlu skrif. Það
er eins og maður sjái alla erfiðleikana í anda, sem þá
hertu að hinum ágætu, tápmiklu konum og finni,
hvernig þær á ýmsan hátt hlyntu að og glöddu þá,
sem bágt áttu, og hve samtaka þær voru um þá hugs-
un, að gera guðshúsin fögur og vegleg.
Öll voru þessi félög meira og minna einangruð hvert
frá öðru. Þeim hefði verið það mikill styrkur frá
byrjun, hefði eitthvert samband verið milli þeirra«.
I ritinu eru nokkur erindi, sem hinar mentuðu og
mikilhæfu vesturíslensku konur hafa flutt á fundum
Bandalagsins.
Ititið er mjög vandað að öllum frágangi, 60 bls. á
stærð, en verðið aðeins kr. 1.50. Fæst hjá ritstjóra
»Hlínar«.
H. B.
Húsmæðrafræðsla.
NýmœlL
»Norsk mat«. Uppskrifter pá nasjonale retter frá
eldre og nyare tid, samla og utgjevna ved Dina Lar-
sen, Konsulent for husmorskolane og Dorthea Rabbe,
Husmorsskulestyrer. Med Bilete. J. W. Cappelens for-
lag. Oslo.