Hlín - 01.01.1934, Page 99
Tílin
97
ttiatarsiði þjóðarinnar svo sem I Ferðabók Eggerts ól-
afssonar, Lýsingu íslands eftir Þorvald Thoroddsen
og víðar. —
Dr. Björg Þorláksson hefur með fræðslu sinni og
skrifum á síðari árum leitt athygli okkar að íslenskri
matargerð eins og hún tíðkaðist áður fyr. í Kvenna-
fræðara frú Elínar Briem eigum við og ágætar heim-
ildir þessu máli viðvíkjandi.
Og enn lifa með íslensku þjóðinni ýmsar venjur í
matai'gerð og geymslu matar, sem þjóðin hefur
margra alda reynslu fyrir og eru þess verðar að skráð-
ar sjeu og forðað frá að falla í gleymsku.
Tímarnir eru að vísu breyttir, farartæki betri og
hægara að komast á milli fjórðunga, en landið okkar
liggur enn nákvæmlega á sama stað og áður: »Norð-
ur við heimskaut í svalköldum sævi«, það er því var-
hugavert fyrir íslensku þjóðina að apa sig of mjög
eftir venjum og siðum framandi þjóða. Það er gamalt
máltæki, sem segir: »Holt er heima hvat«. Oss íslend-
ingum mun vissulega vera holt að lifa sem mest af
landsins nytjum.
Jeg hef ákveðið að fara að dæmi norsku kvennanna
og reyna að safna saman uppskriftum af ýmiskonar ís-
lenskum mát, sem notaður hefur verið á heimilum
landsins til sveita og sjávar fyr og síðar, hversdags-
lega og við hátíðleg tækifæri, sömuleiðis um ýmsa
geymslu matarefnanna.
Vil jeg biðja mjer liðs til þessa fyrirtækis, hvar
sem gott og frótt fólk er saman komið. Jeg vil biðja
það aö gefa mjer lýsingar af daglega matnum og af
veislumatnum, hvernig hann er framreiddúr að fornu
og nýju.
Jeg vona að húsmæðraskólarnir leggi mjer liðsyrði
7