Hlín - 01.01.1934, Page 100
98
Hlín
í þessu efni, þar sem þeir ná til, og allar stúlkur, sem
í þá hafa gengið, geta hjálpað til, með því að fá þá
eldri til að færa í letur það sem var og það sem er.
Jeg vonast fastlega eftir liðsinni eldra fólksins og
að það tilgreini sveitir og sýslur þar sem frásögnin
á heima.
Jeg vil taka sem dæmi um frásögnina það sem hjer
segir:
Hvernig fara Hornfirðingar með lúruna? Jeg hei'
heyrt að hún sje sælgætismatur eins og þeir matreiða
hana.
Pokabaunirnar eru sjerstök framleiðsla á matbaun-
um á Austfjörðum. Hvernig geyma Hornstrendingar
fugl og egg frá sumrinu?
Hve mikið af hrossafeiti ljetu konurnar í strokkinn
til þess að mýkja vetrarsmjörið? Og varð nokkur af-
keimur af smjörinu? í hvaða hlutföllum voru hvalfeiti,
tólg og mjólk notuð, sem fólk strokkaði saman á hall-
ærisárunum eftir 1880?
Sannar lýsingar af þessu og mörgu öðru, sem fólk
hefur lifað af og hagnýtt sjer, óska jeg að fá.
Háteigi við Reykjavík.
Ragnhildur Pjetursdóttir.
Við Iilöðirnar.
Þegar æfinni fer að halla, hvarfla furðu oft í hug-
ann margar minningar frá æskunni, bjartar og leiftr-
andi, og þó að nú sje margt nýtt betra og hagfeldara,
þá er það ekki nema skylda og ræktarsemi að minnast
þess gamla og góða með hlýjum huga. — Sporið fer
nú að verða nokkuð langt, sem stigið er frá gömlu