Hlín - 01.01.1934, Side 101
Hlín
99
eldhúsunum með hlóðunum, að nýbygðu húsunum
steinsteyptu með miðstöðvareldavjel og fleiri þæg-
indum.
Æði kalt var oft í gömlu eldhúsunum og óvistlegt,
en eldurinn logaði glatt og við hlóðirnar sat oft sú,
sem mestar áhyggjur heimilisins bar á herðum sjer,
sat þar önnum kafin, eldaði matinn, þurkaði votu
plöggin af fullorðna fólkinu, vermdi og fræddi ung-
ling og barn, sem rjetti fram kaldar hendur að yln-
um og horfði dreymandi löngunaraugum í eldinn.
Oft hef jeg hugsað um, hve miklu okkar gömlu,
fórnfúsu mæður hafa miðlað æsku þessa lands af yl
og fræðslu við hlóðirnar, umkringdar önnum og striti,
kulda og skorti.
Með ánægju las jeg frásögn Snæbjarnar í Hergils-
ey, er hann segir frá að fóstra hans kendi honum að
stýra bát og verjast boðaföllum viS hlóðirnar. Finst
mjer að ekki sje ótrúlegt að flest annað muni þar
kent hafa verið.
Sú mynd, er hugur minn geymir einna skýrast frá
æskuárunum, er mynd gamallar konu, sem jeg var
samtíða frá 5—10 ára aldurs, og glegst sje jeg hana
við hlóðirnar, þar sem hún sat þrekleg og svipföst,
vermandi og fræðandi.*
Jeg man jeg sá hana binda sokka eða vetlinga af
gestum inn á sig bera til þess að þurka það, þegar
plássið þraut við hlóðirnar, og jeg man að jeg sá hana
hella kaffinu sínu, sem hún ætlaði að fara að drekka,
aftur í könnuna til þess að geta gefið gesti það. En
oftast dvel jeg þó við mynd hennar, er hún raulaði
* Kona þessi hjet María Gísladóttir (Skarða-Gísla), hálfsystir
Þorgils gjallanda, en föðuramma Sigurðar Bjai-klind, ka'up-
fjelagsstjóra á Húsavík.
7*