Hlín - 01.01.1934, Page 102
100
Hlín
kvæði, sagði sögur og útskýrði, þegar minn óþroskaði
andi fylgdist ekki með. Það var nú einmitt það dá-
samlega, næmleikinn fyrir því að hjálpa og skilja
engan eftir ráðþrota.
Jeg man að jeg var engu síður sólgin í að komast
fram að hlóðunum til mótbýliskonunnar í rökkrunum,
þó eldavjel væri komin í baðstofuna okkar. Þar sat
jeg frosin á fótum, en með eld í huga, og brölti með
gömlu konunni gegnum Þjóðsögur Jóns Árnasonar,
Heimskringlu Snorra Sturlusonar, fslendingasögur og
margt fleira.
Jeg skil það betur nú, hve mikla yfirburða-kenn-
arahæfileika þarf til þess að fleyta huga barna í gegn-
um öldurót orsaka og afleiðinga, draga þar út úr
skýrar myndir og sannindi, er óhögguð hafa staðið
alla æfi.
Þannig hugsa jeg mjer okkar fornu kvenhetjur,
sitjandi með frost og snjó að baki sjer og glaðlega
logandi eldinn framundan. Þær sitja öld eftir öld taka
hver við af annari, fræðandi og fórnandi æskunni því
besta, sem þær eiga til, hæglátar og fastar á svip.
S. J.
Signingin.
Varla verður það dregið í efa, að fagrir siðir eru
þýðingarmiklir fyrir velferð hvers manns og hverrar
þjóðar. Siðir eru reglur, til að skapa menningarlífi
föst form, skapa því kjölfestu og styrkleik. Þegar sið-
irnir eru orðnir samgrónir mönnum, verða þeir að
venjum. Margar eru — og okkur sumar óafvitandi —
reglubundnu ástundanirnar okkar. Það er nauðsynlegt
að sem flestar þeirra sjeu fagrar. Við þurfum að eiga
fagra siði sem flesta.