Hlín - 01.01.1934, Side 104
102
Hlín
um sínum, sem eru lögboðin trúarjátning kirkjunnar-
Það er vert að veita því athygli, að siðbótarfrömuð-
urinn tekur einmitt signingarsiðinn í Fræði sín, gef-
ur »ritual« fyrir framkvæmd hans og lögleiðir hann
þannig í evangelisku kirkjunni. En þar eð formið
fyrir siðnum var sett í viðbætinn við Fræðin og hon-
um tekið að sleppa í hinum síðari útgáfum (t. d. í
Helgakveri og víðar), þá hefur máðst yfir helgisið
þennan í vitund manna og viðhöfn hans minkað af
þeim ástæðum.
En nú ætti að hefjast handa með að endurvekja
þennan fagra sið, og þar með sæma samfjelagið einum
slíkum í skarðið fyrir þá, er glatast hafa. Er því hjer-
með beint til íslenskra kvenna að reyna að endurreisa
hann í einhverri mynd.
Jeg hef að venju að signa konuna mína og börnin
á kvöldin. Jeg heilsa oft smábörnum og kveð þau með
krossmarki í stað þess að taka í hönd þeirra. Tilvalið
er að kveðja sofandi fólk á þennan hátt, einkum börn
í vöggu. Þá signi jeg með krossmarki brúðhjón, altar-
isgesti og skírnarbörn. Jeg geri krossmark að lokum
yíir hverja gröf, er jeg þjóna við, og viðhef að sjálf-
sögðu krossmark á eftir sjerhverri drottinlegri bless-
un. Auk þessa signi jeg mig oft, morguns og kvölds,
en það er þó of strjált ennþá.
Krossmarkið — hvað er það? Það er sjálft hið
heilaga merki kristninnar, þrungið krafti og leyndar-
dómi blessunarinnar. Það er merki kærleikans, frið-
þægingarinnar og fórnarþjónustunnar. Það er hinn
andlegi, ósýnilegi fáni kristinna manna. Hví ekki að
draga hann að hún?
Það er svo fagurt að halda þessu dýrðlega merki í
nafni þrenningarinnar yfir höfðum ástvina ökkar, að