Hlín - 01.01.1934, Síða 105
108
Hlin
helga huga sinn og hönd áhrifum þess og ganga fram
í stríði dagsins vígður þjónustu krossins.
Sigurður Gislason, sóknarprestur,
Þingeyri við Dýrafjörð.
I skóg'inum.
Morgunblærinn, Ijettur og frjáls, sveif yfir skóg-
inum. Hann snerti mjúklega lauftoppana á birkitrján-
um, svo aö þau vöknuðu. Fyrst mundu þau ekkert og
voru svo undrandi, en þá hristi vindurinn þau dá-
lítið betur og sagði hlægjandi: »Sjáið þið ekki, að
sólin er komin upp?« — Þá voru trjen loksins búin
að átta sig. — >ójá, það er yndislegur sumarmorgun,
svona hreinn og bjartur, það verður dásamlegt að lifa
í dag«.
Skýin höfðu grátið um nóttina. Þau höfðu grátið,
þegar sólin hvarf þeim bak við hafflötinn, þá hjeldu
þau, að þau sæju hana aldrei framar. Þess vegna voru
tár þeira beisk og hrutu sem högl. En þegar þau sáu
sólina koma upp á ný, hvarf harnnir þeirra skyndi-
lega og þau fyltust innilegri gleði. — Döggin glitr.aði
eins og skínandi silfurperlum hefði verið stráð yfir
grös og blóm. — Víðirinn glitraði mitt á meðal birki-
trjánna. Hann var í æskunnar fegursta blóma og á-
nægjan fylti sál hans. Hann vissi að sólin gylti blöð
hans meira en blöð annara jurta, og þess vegna hjelt
hann, að hún ynni sjer mest. Og hann hugsaði líka,
að skógargestirnir veittu sjer mesta eftirtekt. Nú leit
hann niður á krækiberjalyngið. »Þykir þjer ekki
leiðinlegt, hvað sólskinið breytir lítið útliti þínu?«
sagði hann. »Nei, mjer þykir vænt um, að jeg lít hjer