Hlín - 01.01.1934, Page 109
Hlín
107
Sitt af hverju.
Skýrsla
yfir unnin garðyrkjustörf i Snæfellsnessýslu
sumarið 1933.*
Starfssviðið var: Hellissanduf, Ólafsvík, Eyrarsveit, Stykkis-
hólmur, Helgafellssveit, Staðarsveit og Breiðuvíkurhreppur. —
Byrjað var í apríl eins og venjulegt er, og starfið hafið á
Sandi og ólafsvík. Lagðir vermireitir, settar niður trjáplönt-
ur, og sáð út í garðana gulrófum o. fl. — Farnar voru þrjár
ferðir um hjeraðið og garðyrkjunni hagað eins og vinnubóldn
sýnir.
Eftir að voryrkju var lokið, byrjaði arfavinslan, og var
reynt eftir megni að koma fólkinu til að nota verkfæri og
hætta því herfilega vinnulagi að leggjast niður í garðana. —
Seinnipart júlí og ágúst vann jeg að heyvinnu, saumaskap og
ýmsri hjálparvinnu. — í september var svo matreitt úr þvf,
sem spratt. Matreiðslan fór fram á heimilunum í sveitunum,
og á Sandi og' Ólafsvík í smá flokkum, það þótti hentara en
að hafa það í einu lagi á hverjum stað.
Þá er að minnast á sprettuna, og verð jeg að segja að jeg
er mjög ánægð með hana eftir atvikum. Blómkál, toppkál og
hvítkál gaf ágæt höfuð seinni partinn í ágúst. Gulrætur
spruttu prýðilega, þar sem þær vorru hirtar og þeim sómi
sýndur, og rauðrófur hef jeg ekki sjeð stærri í búðunum t
Reykjavík. — Kartöfluvöxtur var sæmilegur og sumstaðar all-
góður. En víða bar á skemdum, einkum á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi.
Jeg vil taka það fram, að þar sem starfssvið mitt er svo
stórt, var ekki hægt að vera alstaðar á jafnheppilegum tíma
um sáningartímann, því til þess þyrfti maður að vera næst-
um því á sama tíma alstaðar. — En eins og vitanlegt er, er
aðalstarf garðyrkjukonunnar leiðbeiningar, og getur ekki
öðruvísi verið, þó ætti það að geta komið að notum, þó starf-
sviðið sje stórt. — Á sunnanverðu Snæfellsnesi eru víða ágæt
skilyrði fyrir kartöflurækt, einkum við sjóinn, þar er mikið
* Skýrslan er stíluð til Kvenfjelagasambands íslands, sem
greiðir kaup garðyrkjukvennanna að hálfu leyti. — Arndís
starfar aftur að garðyrkju á þessu svæði sumarið 1934.