Hlín - 01.01.1934, Page 110
108
Hlin
af ónumdu landi, sem bíður eftir mannshöndinni. Og þar sem
skilyrðin eru ekki nærri eins góð víða ofár í sveitunum, væri
æskilegt að eitthvað af þessu góða landi værí tekið til kart->
öfluræktunar. — Þetta kom til tals I sumar milli mín og
nokkurra bænda þar, að koma á fót kartöfluræktunarstöð á
einhverjum góðum stað og fá útsæði, sem væri harðgert og
hraust. Og var þá meiningin, að með þessu væru alin upp af-
brigði af heppilegum tegundum til útsæðis handa fólki. Jeg
vona, að þessu verði gaumur gefinn og ekki látið standa við
orðin tóm. Jeg sje ekkert á móti því, að Búnaðarsamband Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu veiti þessu máli stuðning.
Kvenfjelagið á Sandi hjelt opinn fund ásamt undirritaðri
í september, og var rætt um kartöflurækt og kartöfluóþrif og
að taka bæri fastari tökum á allri garðrækt framvegis. Einnig
ákvað kvenfjelagið að fá land undir gróðrarstöð, og byrja
svo fljótt sem unt er á því,
Trjá- og blómarækt er ekki fjölskrúðug í Snæfellsnessýslu.
Að vísu eru skrúðgarðar ekki óalgengir á bæjunum, en þeir
eru víðast hvar litlir, þurfa að verða stærri og stílfegurri og
verða það í framtíðinni. Á nokkrum stöðum voru lagðir nýir
garðar og reynt að hlynna að þeim, sem til voru, eftir föng-
um.
í Stykkishólmi er vaknaður nokkur áhugi fyrir skrúðgarða-
rækt og garðrækt yfir höfuð. Og hefur kvenfjelagið þar sýnt
Jofsverðan áhuga í því efni með því að setja upp stðran og
myndarlegan skrúðgarð (sem að vísu er í byrjun).
Garðurinn er alveg við aðalveginn og trje og blóm brosa og
bjóða velkomna alla vegfarendur, sem niður í bæinn fara. —
Fleiri slíkir garðar þyrftu að koma í Stykkisliólmi, þessum
yndisfagra stað.
Vil jeg svo enda línur þessar með því, að þakka öllu þvi
góða fólki í Snæfellsnessýslu, sem jeg hafði þá ánægju að
kynnast og vinna hjá síðastliðið sumar. Mjer hefur sjaldan
liðið betur við garðyrkjustörfin en í sumar, þó tíðin væri
stundum nokkuð stirð þar vestra, vegna þess hve áhugi var
mikill og vilji eindreginn hjá fólki að auka og bæta garð-
ræktina, þrátt fyrir fólkseklu og erfiðleika.
Reykjavík 28. nóv. 1933.
Arndís Þorsteinsdóttir,