Hlín - 01.01.1934, Síða 116
114
Hlín
Jeg hef alltaf spunnið eithvað til vefja og ofið á hverjum
vetri ýmislegt handa mínu heimili: Utanyfirföt, rekkvoðir,
rúmábreiður, sængur- og koddaver, í millipils og utanyfir-
skyrtur. Jeg fór að vefa fyrir fermingaraldur og við allar
systur.
Hjer í hreppnum eru 8 vefstólar, allir af gömlu gerðinni,
nema einn, sem Sesselja Jónmundsdóttir á Stað átti, hún lærði
að vefa í Keykjavík. Okkur varð starsýnt á það, sem hún kom
heim með, því það var bæði mikið og vel unnið og mest úr
íslenskri ull. Sesselja kendi vefnað hjer heima þeim, sem höfðu
ástæður til að sinna því, en hennar na.ut skamma stund við,
því miður.
Á flestum bæjum hjer í hreppnum er einhver, sem kann að
vefa vaðmál og einskeftu. — Fólk er hjer yfirleitt vel verki
farið og getur þessvegna unnið sæmilg föt utan á sig og sína
úr ullinni sinni. Það fallegasta, sem jeg sje, er heimaunnið
úr ullinni okkar, þegar vandvirkni fylgir. Jeg man, hve falleg
okkur þóttu utanyfirföt úr ormeldúk, er Kristján Jónsson,
bróðir minn, kom með heim til okkar að Sútarabúðum, þegar
hann kom af búnaðarskólanum í Ólafsdal. Fötin voru að öllu
leyti unnin og saumuð í Ólafsdal, hjá Guðlaugu Zakaríasdóttur,
frændkonu okkar. Snildarfrágangurinn á fötunum og vand-
virknin var auðsjeð; en hvað þau entust vel. Það dáðust allir
að þeim, sem þau sáu.
Bókasafn er hjer í hreppnum, heldur gott, stofnað árið 1914
af Gísla sál. Kjartanssyni frá Stað og undirritaðri. Fjelagar
eru 30. Bóka.skráin sýnir 420 bindi, þar er »Hlín« á meðai i
góðu yfirlæti.
Lítið er um garðyrkju hjer, því miður. Mikið eiga konurnar
gott, sem geta fengið garðyrkjukonur til leiðbeiningar í garð-
og trjárækt og til að prýða kringum bæina hjá sjer. Það væri
yndislegt að sjá kringum íveruhúsin fallega og vel umhirta
blóm- og trjágarða og matjurtagarða, heldur en þar sem ekki
er annað fyrir auganu, sem mest ber á, en ýmislegt drasl, sem
helst ætti að vera í sjerstökum kofa eða tótt, en það hættir
mörgum við því að kasta frá sjer við bæjarveginn ýmsu, bæði
verkfærum, spýtnarusli og fleiru, sem alt er til óprýði þar.
Jeg vona að sem flestir sjái og finni nauðsynina á að eiga
hjá sjer holla og góða fæðu þar sem matjurtirnar eru. Þó hægt
sje að kaupa þær annarstaðar frá, þá þarf þó eitthvað til að