Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 117
Ttlín
115
kaupa þær fyrir og kostnaðarsamara að fá þær aðfluttar held-
ur en að sækja þær út í garðinn heima hjá sjer.*
Ragnheiðwr Jónsdóttir, ljósmóðir.
Kjós, Grunnavíkurhreppi.
Frá Flateyri við önundarfjörö er skrifað veturinn 1933. —
Þjer minnist á Sambandsfundinn (Samband vestfirskra kvenna)
með hlýleik í okkar garð, sem jeg' þakka. Oklcur var ánægja
að hafa hann hjer og megum vera yður þakklát fyrir hvatn-
ingu og stofnun Sambandsins, sem líklegt er að verði okkur
öllum stuðningur.
Fjelag okkar hófst nú loks handa með garðrækt þetta ár.
Fengum garðræktai'konu * með aðstoð Sambandsins: Hjördísi
Hall frá Þingeyri, reyndist hún okkur hin ágætasta í hvívetna.
— Fjelagið hnfði fyrir tveim árum verið svo heppið að ná í
ókeypis afnotarjett á ræktuðum garði, 24X27 metra á stærð,
og var hann nú tekinn í notkun. Gróðursettar ýmiskonar
skraut- og nytjaj.urtir ásamt nokkru af blómum, sem alt dafn-
aði furðu vel fyrir ágæta umhyggju garðyrkjukonu og starf
kvenfjelagskvenna, sem allar voru hlyntar þessari tilraun.
Væntum við á þennan hátt að geta vakið áhuga almennings á
grænmeti yfirleitt, þó ennþá sjeu nokkuð margir, sem ekki
vilja vera »grasbítir«.
Við seldum fyrir um kr. 200.00: Rabarbara, salat, grænkál,
jarðepli; rófur, hreðkur og nokkuð af blómum, og erum ánægð-
ar með árangurinn.
Annars er fátt af okkur að frjetta, lítið starfað, sem gagn
er að.
Við höldum okkar ái'legu jólatrjesskemtun, taka þátt í hennl
á annað hundrað börn og um 100 fullorðnir, er þessi liður nú
orðinn fastur á starfsskránni eins og tillag í ekknasjóð fje-
lagsins og í Minningarsjóð Maríu Össurardóttur, og altaf ein-
hver lítilsháttar glaðningur til fátækra árlega, eftir því sem
ástæður leyfa.
1 ár voru liðin 15 ár frá stofnun fjelagsins, voru í tilefni
af því 200 kr. varið til stofnunar áhaldasjóðs fyrir væntanlega
Flateyrarkirkju; en kirkjubyggingarmálið hjer ljet fjelagið sig
* Þeir, sem eru ókunnugir hjer í Jökulfjörðum, en langar til
að kynnast landinu, ættu að kaupa kortið, sem fyrir nokkru
er út komið af ísafjarðarsýslum eftir Jón Hróbjartsson,
kennara á Isafirði. R. J.
8*