Hlín - 01.01.1934, Page 126
124
Hlin
3. )úní.
Nú í sefgrænum kjól
svífur fslands um ból
gyðja vorsins með geislunum hlýju,
stráir geislum í tún,
fram af fjallanna brún
fossar streyma með aflinu nýju.
Kalt í vetur var oft,
þegar kólgað var loft
og úr kólgunni snjóhríðin braust,
nú er horfin hans braut,
yfir hæðir og laut
svífur vordagsins vonhlýja raust.
Þó á æfinnar braut
stundum allskonar þraut
líkist vetri með hagljel og hríð,
dauðans vinarhönd kær
vakið blómin þau fær,
sem að blómgast um eilífa tíð.
Austfirsk kona.
Sólín hækkar.
Sól á himni hækkar,
hugur gleði fyllist,
skinið skugga lækkar,
ský hvert ljóma gyllist.
Ennþá hýrnar auga,
ennþá ljettist sporið,
þegar hláku þeyrinn
þylur kvæði um vorið.
Vorið, — vorið góða,
vor, sem bráðum kemur,