Hlín - 01.01.1934, Page 128
126
Tílin
og á hann treysta æ jeg skal,
þó ytri verði kjörin stríð.
Og flest ei skemtun farin er,
þó fölni jarðar marglitt skart,
því alt eins mikil unun mjer
það er að horfa á fölið bjart,
er máninn glitar mararsund
og mildar stjörnur lýsa skært,
en eins og silfur yfir grund
sig alla breiðir svellið glært.
Amtfirslc kona.
Barnagæla.
Þei, þei og þei, þei I
Þú mátt ekki vaka,
því máske boli bauli þá
og barnið vilji taka. —
Koma bráðum jólin
með kertaljósin smá,
litlir fingur leika,
langar í að ná.
En brenna ekki barn sig' má;
bara horfa á. —
Gullintoppu hossar hnje,
hugur til baka líður.
Þar jeg heiðarhagann sje,
hann er grænn og víður.
Þar var heldur hestunum
hleypt fram eftir grundunum,
hófadynur og hlátrasköll, ,
himneskt veður og bláleit fjöll,
svo f hagann settumst öll,
sungum fyrir hamratröll.
Lögðum svo heim, er langdegið
lagði sig út af fjalls við hlið.
Spretti marga jeg hef átt
eftir þessum heiðum.