Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 129
Hlm
127
Lausan tauminn ljet jeg þrátt,
logaði sól í vesturátt,
spenti um heiðar linda úr logabreiðum.
Hestinum jeg hleypi á skeið;
hann sem mjelin nísti,
hringaði makka, leit á leið,
loguðu augu í þeirri reið.
Drauma, okkar dalurinn blái hýsti.
En nú er sumar og sóllaus nátt,
sit jeg og drauma tvinna,
spinn jeg von í vorsins átt,
vil þar gleði finna.
Leita jeg að leiðinni,
langt er fratn að heiðinni.
Falið er alt und fannavæng,
fjallhrapinn á kalda sæng.
Aumingja rjúpan ein og smá
augunum skotrar til og frá,
veit að hún er svo vinafá,
val og- skotmanninn áðan sá.
Litla frænka, langt finst þjer,
uns ljósin mörgu skína. —
Enn þá lengra er þó mjer,
að elta drauma mína.
Að leita eftir ljósunum
og litlu eyrarrósunum.
Suður hjá instu ósunum
æðarfuglinn bíður,
þar til sumar sunnan um hafið líður.
Þei, þei og þei, þei!
Þú mátt ekki vaka;
því barnið ekki boli má
burtu með sjer taka. —
Hann skal ekki hana fá, /
hún er sofnuð, lipratá.
Augun litlu, augun blá,
jeg þau lokast sá.
Lá/ra Árnadóttir,
Húsavlk.