Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 5
b V Ö L til dæmis þetta með skinnið hanii Bill. Mér finnst það skrítið stund- um, þegar ég lít í kringum mig og horfi á ykkur hérna, drengir, þar sem þið rápið fram og aftur, glað- ir og ánægðir, að þá veit ég alltaf um eitthvað hræðilegt, sem þið eigið í vændum. Stundum get ég ekki að því gert, að mig hryllir við því.“ „Eitthvað hræðilegt, sem við eigum í vændurn?" spurði Charlie og glápti á hann. ,,Já,“ sagði kokkurinn og kink- aði kolli. „Ég hefi aldrei verið á skipi, þar sem aðrir eins dauðans lánleysingjar hafa verið innan- borðs eins og á þessum dalli. Aldrei nokkurntíma. Hér eru til dæmis tveir mannagarmar, sem verða lið- in lík innan sex mánaða, og þó lifa þeir og láta eins og þeir ættu víst að verða níræðir. Þið mættuð þakka forsjóninni fyrir að ykkur skuli ekki dreyma slíka drauma.“ „Hverjir — hverjir eru þessir tveir, kokki?“ spurði Charlie eftir litla þögn. „Við skulum alveg láta það liggja milli hluta, Charlie,“ sagði kokkurinn dapur í bragði; „það væri aðeins til þess að gera illt verra, ef ég færi að segja ykkur það. Þessu fær ekkert breytt.“ „Segðu okkur eitthvað svona undan og ofan af,“ bað Charlie. „Jæja, ég skal þá segja ykkur það eitt,“ sagði kokkurinn, eftir að hafa setið hugsi með höfuðið í höndum sér, „að annar þeirra er 203 nærri því ljótasti maðurinn um borð, en það er hinn ekki.“ Eins og gefur að skiija, voru þeir litlu nær fyrir þessar upplýs- ingar, en þær komu þó af stað miklum þrætum, og þegar því var beint að ljótasta manninum á skip- inu, að hann gæti verið óhræddur um sig, þá sýndi hann ekki hinn minnsta vott þakklætis, eins og hefði þó mátt búast við, heldur brást við hinn versti og hagaði sér að öllu líkar villidýri en kristnum og siðprúðum manni. Eftir þetta var kokkurinn aldrei látinn í friði. Hann dreymdi oftast nær eitthvað á hverri nóttu og tal- aði meira og minna upp úr svefn- inum. En það var alltaf svo óljóst og ruglingslegt, að ómögulegt var að botna í því, og þegar við spurð- um hann á morgnana, hvað hann hefði dreymt, þá hristi hann bara höfuðið og sagði: „Við sltulum láta það liggja milli hluta.“ Stundum nefndi hann í svefninum nafn ein- hvers á skipinu, og þá var sá hinn sami eins og á nálum marga daga á eftir. Þetta var hálfgerð hrakfallaferð fyrir suma af þeim, sem á skipinu voru. Tæpri viku síðar en Bill vesl- ingurinn slasaðist, voru Ted Jones og annar strákur til að kasta á milli sín og grípa tóma bjórflösku, en allt í einu lenti hún í hausnum á Ted og mölbrotnaði. Við héldum fyrst, að flaskan hefði steindrepið hann — hann öskraði svo hátt; en þeir báru hann niður og fóru að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.