Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 24
222 D V 0 L ir hún yfir ótta og efasemdum, — því að hann hefir aldrei sagt, að hann ætli sér með hana. Eftir ör- fáa daga verður hún að fara, þá er allri heyvinnu lokið, og hvað tekur þá við? Það síðasta er bundið heim af engjunum. Engjafólkið fær auka- kaffi með pönnukökum og bónd- inn leikur á alls oddi og talar um, hvað vel hafi heyjast þetta sum,ar. Hann segir eitthvað um, að lánið hafi komið með Jósefínu, en hún heyrir það varla, því að hún hugs- ar til þess með tregafullri gremju, að bóndasonurinn hafi ekki kysst hana í gærkveldi, enda þótt honum byðist til þess ágætt tækifæri. Það er bara svona, hann er laupur — hún beygir af og snýr sér undan. -----Það er komið fram á nótt, þegar bindingnum er lokið og engjafólkið heldur heim. Það er al- myrkt, loftið er þrungið sætri ang- an. — Jósefína er þreytt, blóð hennar rennur ekki, það hnígur. Hún á aðeins eina þrá — þá, að lykjast sterkum karlmannsörmum og hverfa inn í nóttina. Þegar hún kemur heim á túnið, blekkir hún sjálfa sig með því, að hún hafi mikinn áhuga fyrir, hvort hlaðan sé orðin full, sem heyinu hefir verið kastað í þá um daginn. Sonur bónda hefir leyst baggana og kastað öllu heyinu, nú er einnig hans dagsverki lokið, en þegar Jósefína leggst í heyið inni í hlöð- unni, kemur hann til hennar. Hjarta hennar tekur snöggan kipp, um leið og hann spennir hana örmum; hún veit, að nú bíð- ur glötunin hennar — og hún vill glatast. Hann er farinn að hvísla í eyra hennar, hún heyrir ekki, hvað hann segir, því að hann er svo nærri henni, andardráttur hans kitlar hana í hlustinni. Hún færir sig fjær, og þá heyrir hún, hvað hann er að segja. ,,Ég sleppi þér ekki, Jósefína, á morgun fer ég í kaupstaðinn og panta hringana. Að vori giftum við okkur.“ Og þá veit hún, að hún á ekki að glatast, heldur öðlast eilíft líf. Sá ’bjartsýni: Vertu kátur, þetta gæti verið miklu verra en það er. Sá svartsýni: Já, ég er líka hraédd- ur um að það verði það. *** Hún: Ekki veit ég, hvað þeir verða margir, mennirnir, sem ég geri óham- ingjusama, þegar ég gifti mig. Hann: Nú, hvað ætlið þér eigin- lega að giftast mörgum? *** Maður nokkur var svo hræddur við konu sína, að hann flýði undan henni inn í tigrisdýrsbúr frá umferða-cirk- us, sem dvaldi þá í borginni. Konan kom að búrinu, horfði milli rimlanna á mann sinn með hinni megnustu fyr- irlitningu og hreytti svo út úr sér: „Raggeit!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.