Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 41
kenndi hann aftur kuldahrolís. Hann hafði séð, hvað var að dýr- inu. Það var ginið, sem var í ólagi. Hann'vissi líka, hvers vegna það gekk hægt í áttina til hans í stað þess að þjóta áfram með trylltu stökki; hvers vegna það riðaði við í hverju spori. Hann stóð eins og stirðnaður og miðaði rifflinum, og hann barðist við einhvern ótta, sem honum fannst ekki vera líkam- legur. Það var þá sátt. Baltaud hafði haft rétt fyrir sér. Tígrisdýr- ið var ekki dautt, en deyjandi; deyjandi úr hungri. Hið volduga rándýr var svo óumræðilega aum- ingjalegt, að McGregor var þess fullviss, að það hefði ekki étið neitt síðan naglinn var rekinn í tréð hjá minnismerkinu. Hann var líka sannfærður um, að það hafði ekki séð hann og ásótti hann ekki. Það var að eyða síðustu kröftum sín- um til þess að komast til grafar Tara Rance. Skotið reið af úr tuttugu feta fjgflægð og að því búnu sneri Mc- Gregor við og flýði. Hann var ekki að flýja tígrisdýrið, hann vissi að það var dautt, með kúlu gegnum heilann. Hann flýði vegna þess að hann vissi, að í hinum bólgnu og ólögulegu kjálkum þess var annað sár — sár, sem líktist því að nagli hefði verið rekinn þar í gegn. Eftir nokkra stund settist hann á stein í skógarrjóðri til þess að jafna sig. Hann var ennþá óstyrkur og skjálfandi og það liðu nokkrar mínútur, áður en hann veitti at- hygli' sporum, sem voru í hinni röku mold við fætur hans. Hann þekkti þau þegar. Þetta voru för eftir indverskan vísund, auðsjáanlega eitt af hin- um geysistóru, einangruðu naut- um, sem eru óvéfengjanlega drottnarar hins vestlæga hálendis Indlands. Einkennilegt, hugsaði hann, að það skuli hafa reikað hér um. Líklega hefir eldurinn vestur- frá rekið það hingað yfir í kjarrið. Leiftursnöggt datt honum í hug, að ef þetta stóra naut og Ranga- poor-mannætan hefðu hitzt, þá myndi hafa orðið þar ógurlegasta orrusta. Og ef til vill höfðu víg- tennur tígrisdýrsins og horn nautsins átzt við? Tveim stundum síðar, þegar Mc- Gregor var að ræða við Balbud fyrir utan tjald sitt, var hann orð- inn fullkomlega rólegur. Það var þegar búið að senda menn til graf- arinnar uppi í fjallinu, og þeir höfðu komið með skrokk tígris- dýrsins með sér. Auk hins nýja skotsárs á enninu var annað eldra sár undir hökunni, auðsýnilega eftir bitlausan flein, sem hafði ver- ið rekinn gegn um neðri skoltinn upp í efri góm. Það var sýnilegt, að sár þetta myndi bráðlega hafa kostað það lífið, því að hið mjög bólgna gin þess var óhreyfanlegt — var lokað, eins og Balbud hafði sagt fyrir — og mannætan var í þann veginn að svelta til dauða. McGregor athugaði sárið gaum- gæfilega. Hann var að reyna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.