Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 16

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 16
214 D V 0 L mikið af nautgripum. I fjósunum voru báshellur og standa þær enn, og má af því marka, hve margir nautgripir hafa verið á bæ. í Brattahlíð eru rústir af tveimur fjósum og hafa þar getað verið 40 nautgripir. Skammt þaðan eru tveir dalir, sem skerast fjarða á milli. Þar hefir verið mest þéttbýli í Grænlandi, og þar hafa fundizt rústir af 17 bæjum, og gera má ráð fyrir að á þeim hafi ekki ver- ið færri en 150 nautgripir. Rann- sóknir virðast benda til þess, að bændur hafi haft 10—12 í fjósi, þó nokkru færra í Vestribyggð. En hvað er það á móti biskups- setrinu Görðum? Þar hafa verið tvö fjós stór, og hafa þau rúmað milli 75 og 100 nautgripi. Stærra f jósið og hlaðan, sem byggð er við enda þess, er 63,5 metrar að lengd að innanmáli og hin lengsta hús- tóft, sem enn hefir fundizt í Græn- landi. Heyskapurinn hefir verið erfið- ur. Túnin hafa verið í nokkurri rækt, því að ætla má að kúamykja hafi verið borin á þau, en hvergi nærri hefir þó fengizt nægilegt fóður af þeim og hafa bændur því orðið að hafa útheyskap allmikinn. Hestar, kindur og geitur hafa gengið úti eins lengi og unnt var, jafnvel allan veturinn í sumum byggðum. En kýrnar hafa staðið lengi á gjöf og hefir orðið að ætla hverri um 30 hesta af heyi og er það því ekki smáræðis heyskapur, sem stórbændur hafa þurft. Sjálf- sagt hafa bændur drýgt heyin með því að gefa kvisti, þang og úrgang úr fiski. En hvað sem um það er, má gera ráð fyrir að þeir hafi fellt úr hor á hverju vori. Hví skyldi ástandið þar hafa verið betra en hér að því leyti? Ær hafa eflaust verið hafðar í kvíum á surnrin. Dr. Nörlund held- ur, að þeim hafi verið stíað að jafnaði, en það stafar sennilega af því, að hann þekkir ekki þann sið að kefla lömb, en það mun hafa verið alsiða í þá daga. Eitthvað fengust Grænlendingar við akuryrkju, en ekki munu þeir hafa getað ræktað annað en eitt- hvað lítilsháttar af byggi. Brauð- korn hafa þeir fengið úr melgrasi og jafnvel ræktað það. Að minnsta kosti vex melur á flestum eða öll- um bæjarústunum. Og á öllum stærri bæjunum, sem grafnir hafa verið upp í Eiríksfirði og Einars- firði, hafa verið handkvarnir. Það sannar þó ekki að kornyrkja hafi verið þar. Þær hafa verið notaðar til að mala aðflutt korn. Rauðablástur hafa Grænlending- ar reynt á ýmsum stöðum. Járn skorti þá tilfinnanlega. Það eru sagnir um, að þegar skip strönd- uðu, voru þau brennd til þess að ná járnnöglunum úr þeim. Sýnir það, hver hörgull þar var á járni. Rauðamýrar eru víða í Grænlandi, og dr. Niels Nielsen hefir rann- sakað gjall frá Grænlandi, sem hann segir að stafi frá rauða- blástri, sem hafi farið fram á sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.