Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 38
236 um var mjög harðsnúinn, og enn- fremur höfðu komið boð frá aðal- stöðvunum, að óhjákvæmilegt væri að fresta því að senda fíla til Rangapoor. Það var auðsýnilegt, að þeir voru ekki komnir ennþá, því að þá hefði verið slegið upp tjöldum hér í lundinum. En McGregor sá ennfremur, að þorpið hafði ekki verið yfirgefið, og hann sendi því eftir Balbud. Það var einkennilegt, hugsaði hann, að það myndi næstum verða óþægilegra að heyra, að drápunum væri aflétt en að þeim héldi áfram. Það myndi þýða ... ja, hvað myndi það eiginlega þýða? Hann sá hvar Balbud nálgaðist, og honum fannst næstum, að hjarta sitt tæki kipp, þegar hann sá, að gamli maðurinn var bros- andi. ,,Það hefir farið eins og við vissum, herra,“ sagði hann. ,,Síð- an naglinn var rekinn í tréð hjá gröf Chedipee, hefir enginn verið drepinn. Hinn voldugi herra skóg- arins ásækir okkur ekki framar, og án efa er hann nú dauður . . .“ Balbud hrökk aftur á bak og mælsku hans þraut skyndilega. McGregor var staðinn upp og steytti hnefann framan í gamla manninn. „Þetta er vitleysa," sagði hann ofsalega, „eða lygi. Það er ómögu- legt. Þú ert að reyna að viðhalda þinni andstyggilegu djöflatrú og ætlar að fá mig til þess að trúa . .“ H^nn sefaðist allt í einu og D V ö L starði þögull á Balbud nokkra stund, því næst settist hann. Hann fór að tala um, að tígris- dýrið hefði einungis tekið til við annað þorp, en Balbud gamli hristi höfuðið. „Verði ég fórnardýr yðar, herra,“ sagði hann titrandi röddu. „Drepið mig, ef yður sýnist. En hvers vegna skyldi ég, yðar auð- mjúkur þræll, saurga tungu mína með lygi. I gær komu sendimenn frá Ramawati og Feogar, og ekki hafði þessi sonur djöfulsins út- hellt nokkru blóði þar. Herrann veit, að það eru engin önnur þorp til í þessum skógi, og hann veit, að mannæta hættir ekki við að drepa, fyrr en hún er dauð sjálf. Nú er þessi dauð, herra af því að gini hennar hefir verið lokaðmeðnagla, og Chedipee, sem hefir verið lok- uð inni í gröf sinni, gat ekki dreg- ið naglann út, svo að hin bölvaða vera hefir soltið til dauða.“ McGregor reis á fætur og mælti: „Ég er þreyttur eftir ferðalag- ið og þarf að sofna.“ En hann sofnaði samt ekki, held- ur lá hugsandi í rúmfletinu í tjaldi sínu. Það, sem Balbud hafði sagt, var komið fram, og að því er virtist með furðulegri nákvæmni. En ef sá tími var kominn, að McGregor yrði að trúa því, að nagli, rekinn inn í tré, gæti lokað gini tígris- dýrs, svo að það sylti til dauða, þá . . . já, hann hafði líklega ekki komizt svo, langt ennþá, en ef það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.