Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 63
af svip hans mátti ráða, að hann hugsaði eitthvað á þessa leið: „Þér farið ekki í geitarhús að leita ull- ar, maður minn!“ „Það er leiði,“ sagði hann. „Og hversvegna hér úti á heið- inni?“ Gamli maðurinn brosti. „Það er nú saga að segja frá því. Og þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem ég segi hana — það spyrja margir um þessa þúfu. Við hérna köllum hana „Meyjarleiði". Ashurst rétti honum tóbakspok- ann sinn. „Viljið þér í pípu?“ Gamli maðurinn bar höndina aftur upp að hattinum og tróð tóbakinu svo hægt og gætilega í gamla leirpípu. Augu hans voru nærri á kafi í hrukkum og hár- lubba, en þegar hann skaut þeim upp á við, sást, að þau voru enn björt og ljómandi. „Ef yður er sama, herra minn, þá 'ætla ég að tylla mér niður — ég er hálf-slæmur í fætinum í dag.“ Og hann settist á torfhrygginn. „Það eru alltaf blóm á þessu leiði. Og það er ekki svo mjög af- skekkt hérna heldur; f jöldinn allur af fólki fer hér um, í þessum nýju bílum sínum og því öllu — það er orðið breytt frá því, sem var í gamla daga. Hún er ekki lengur ein og langt frá öllu fólki hérna uppi við veginn. Hún fyrirfór sér, stúlkutetrið.“ „Einmitt það!“ sagði Ashurst. „Og grafin við krossgötur. Ég hélt að sá siður væri lagður niður.“ „Já, en það er orðið svo anzi langt s.öan. Presturinn, sem við höfðum þá, var svo einstaklega guðhræddur. Látum okkur sjá, ég verð sjötíu og sex ára á Michaels- messu næst, og ég stóð rétt á fimmtugu, þegar það gerðist. Það veit enginn lifandi maður betur um það en ég. Hún átti heima hérna skammt frá; á sama bænum og ég var vinnumaður, þá hjá frú Narra- combe — það er Nick Narracombe, sem býr þar núna; ég reyni ofboð lítið að gera hjá honum ennþá; já, þetta breytist allt.“ Ashurst stóð uppi við hliðið og var að kveikja í pípunni sinni, en hélt hálf-krepptum höndunum fyr- ir andlitinu löngu eftir að slokkn- að var á eldspýtunni. „Já?“ sagði hann og honum fannst sjálfum rödd sín vera hás og annarleg. „Hún var ólík flestum öðrum stúlkum, veslingurinn! Ég læt allt- af blóm á leiðið, þegar ég geng hér um. Hún var falleg stúlka og góð stúlka var hún líka, þó að þeir vildu ekki jarða hana í kirkjugarð- inum, og ekki heldur þar, sem hún vildi sjálf láta jarða sig.“ Gamli maðurinn þagnaði um stund og lagði loðna, kræklótta höndina á leiðið hjá bláklukkunum. „Já?“ sagði Ashurst. „Sannást að segja,“ hélt gamli maðurinn áfram, „þá held ég, að þetta hafi staðið í sambandi við ástaræfintýri — þótt enginn viti það auðvitað með neinni vissu. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.