Dvöl - 01.07.1937, Page 63

Dvöl - 01.07.1937, Page 63
af svip hans mátti ráða, að hann hugsaði eitthvað á þessa leið: „Þér farið ekki í geitarhús að leita ull- ar, maður minn!“ „Það er leiði,“ sagði hann. „Og hversvegna hér úti á heið- inni?“ Gamli maðurinn brosti. „Það er nú saga að segja frá því. Og þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem ég segi hana — það spyrja margir um þessa þúfu. Við hérna köllum hana „Meyjarleiði". Ashurst rétti honum tóbakspok- ann sinn. „Viljið þér í pípu?“ Gamli maðurinn bar höndina aftur upp að hattinum og tróð tóbakinu svo hægt og gætilega í gamla leirpípu. Augu hans voru nærri á kafi í hrukkum og hár- lubba, en þegar hann skaut þeim upp á við, sást, að þau voru enn björt og ljómandi. „Ef yður er sama, herra minn, þá 'ætla ég að tylla mér niður — ég er hálf-slæmur í fætinum í dag.“ Og hann settist á torfhrygginn. „Það eru alltaf blóm á þessu leiði. Og það er ekki svo mjög af- skekkt hérna heldur; f jöldinn allur af fólki fer hér um, í þessum nýju bílum sínum og því öllu — það er orðið breytt frá því, sem var í gamla daga. Hún er ekki lengur ein og langt frá öllu fólki hérna uppi við veginn. Hún fyrirfór sér, stúlkutetrið.“ „Einmitt það!“ sagði Ashurst. „Og grafin við krossgötur. Ég hélt að sá siður væri lagður niður.“ „Já, en það er orðið svo anzi langt s.öan. Presturinn, sem við höfðum þá, var svo einstaklega guðhræddur. Látum okkur sjá, ég verð sjötíu og sex ára á Michaels- messu næst, og ég stóð rétt á fimmtugu, þegar það gerðist. Það veit enginn lifandi maður betur um það en ég. Hún átti heima hérna skammt frá; á sama bænum og ég var vinnumaður, þá hjá frú Narra- combe — það er Nick Narracombe, sem býr þar núna; ég reyni ofboð lítið að gera hjá honum ennþá; já, þetta breytist allt.“ Ashurst stóð uppi við hliðið og var að kveikja í pípunni sinni, en hélt hálf-krepptum höndunum fyr- ir andlitinu löngu eftir að slokkn- að var á eldspýtunni. „Já?“ sagði hann og honum fannst sjálfum rödd sín vera hás og annarleg. „Hún var ólík flestum öðrum stúlkum, veslingurinn! Ég læt allt- af blóm á leiðið, þegar ég geng hér um. Hún var falleg stúlka og góð stúlka var hún líka, þó að þeir vildu ekki jarða hana í kirkjugarð- inum, og ekki heldur þar, sem hún vildi sjálf láta jarða sig.“ Gamli maðurinn þagnaði um stund og lagði loðna, kræklótta höndina á leiðið hjá bláklukkunum. „Já?“ sagði Ashurst. „Sannást að segja,“ hélt gamli maðurinn áfram, „þá held ég, að þetta hafi staðið í sambandi við ástaræfintýri — þótt enginn viti það auðvitað með neinni vissu. Það

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.