Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 27
b V ö L 225 1 Ég tók þegar í stað stefnu eftir áttavitanum og náði brátt Long Island-sundi, en þar sneri litla flugvélin við með ljósmyndarann, sem hafði fylgt mér eftir frá vell- inum. Nú fór að birta til og frá Cod- höfða var ljómandi veður og út- sýni, meðan ég flaug yfir syðri hluta Nýja Skotlands. Ég fór mjög lágt, stundum ekki hærra en tíu fet yfir trjátoppum eða vatns- borði. Á hinu þrjú hundruð mílna langa sundi milli Cod-höfða og Nýja 'Skotlands varð mesti f jöldi fiskiskipa á leið minni. Yfir nyrðri hluta Nýja Skot- lands voru mörg stormsvæði og nokkrum sinnum flaug ég milli skýjabakka. Þegar ég nálgaðist norðurströndina, fóru að sjást snjódílar á jörðinni og lengst í austri var ströndin hulin þoku. Á margra mílna svæði milli Nýja Skotlands og Nýfundnalands var hafið þakið íshellu, en þegar nær dró ströndinni, hvarf ísinn með öllu, og á þessum slóðum sá ég nokkur skip. Ég hafði tekið stefnu á bæinn St. Johns, svo að enginn vafi skyldi leika á því, að ég hefði farið fram- hjá Nýfundnalandi, ef svo færi, að ég hafnaði einhversstaðar í Norð- ur-Atlantshafinu. Eftir að ég fór framhjá St. Johns, sá ég marga borgarísjaka, en engin skip, nema rétt við ströndina. Úm kl. 8,15 fór að rökkva, og lágar, gisnar þokuslæður settust á sjóinn, en gegnum þær glitti und- arlega greinilega í hvít ísfjöllin. Þessi þoka þéttist og færðist ofar, og áður en tveir tímar voru liðnir, flaug ég gegnum efsta hluta storm- skýja í rúmlega tíu þúsund feta hæð. Jafnvel svo hátt uppi var þokuslæðingur, sem ekkert sást gegnum, nema þær stjörnur, sem voru beint yfir höfði mér. Tunglið var enn ekki komið upp og það var niðamyrkur. Efstu brúnir sumra stormskýjanna voru nokkur þúsund fet fyrir ofan mig, og einu sinni, þegar ég reyndi að fljúga gegnum stóran skýjabakka, settist slyddan á vélina og ég neyddist til þess að snúa við og komast í óskýjað loft og fljúga svo’á snið við hvert það ský, sem ég ekki gat flogið yfir. Tunglið kom upp fyrir sjóndeild- arhringinn eftir tveggja tíma myrkur, og úr því var flugið miklu auðveldara. Það fór að birta um kl. 1 f. h. eftir New York tíma, og kuldinn fór smá-minnkandi, þangað til eng- in hætta var lengur á slyddu. Skömmu eftir sólarupprás urðu skýin gisnari og þó voru sum þeirra langt fyrir ofan mig og oft varð ég að fljúga gegnum þau og stýra eingöngu eftir mælitækjun- um. Þegar sólin hækkaði á lofti, fóru að koma raufir í þokuna. Niður um eina þeirra sá ég ofan á sjóinn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.