Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 51
D V 0 L 249 að vffinja mig á að liggja í nýju rúmi? — Ekki undir nokkrum kring- umstæðum, sagði frú Hansen, og augun skutu gneistum. — Þú hef- ir kannske hugsað þér, að ég geti legið á ,,dívan“, það væri svo sem eftir þér. Svo rifust þau dálitla stund um þetta, og hvorugt vék um hárs- breidd, og embættismaðurinn horfði á þau til skiptis. En hann var bæði reyndur maður og sál- fræðingur. Allt í einu stóð hann upp, sló hnefanum í borðið og sagði: — Jæja, þá er skilnaðurinn óframkvæmanlegur. Þá stóð Hansen líka upp, og sagði: — Já, það er víst, — eigum við ekki að fara aftur heim, Amelía? Þá gufaði gremjan hennar frú Hansen upp, eins og dögg fyrir sólu. — Já, kannske við ættum held- ur að gera það, sagði hún. Það sem eftir var dagsins töluðu þau ekki orð saman. Frú Hansen fann, að hún hafði hlaupið á sig, en Hansen óx and- lega séð. Hann hafði bæði verið göfugur og réttsýnn, en samtímis fastur fyrir eins og bjarg, eins og hverjum manni ber að vera. Þau lágu í rúminu um kvöldið, m$ð bökin saman, eins og þau höfðu vanið sig á í seinni tíð. En svo fann Hansen hönd konu sinn- ar á öxl sér. — Þú, Hansen, eig- um við ekki aftur að vera góðir vinir? Þetta var bara vegna þess, að við unnum í happdrættinu, það var alls ekki okkur að kenna. — Nei, svaraði Hansen með hægð, — það var það víst ekki. — Nei, það var það ekki, endur- tók frú Hansen, — en þarna get- ur þú séð, — það var hyggilegt af mér að kaupa þetta rúm, var það ekki? Þessu hafði Hansen ekki búizt við. — Jú, það var það, sagði hann, hvað gat hann líka annað sagt, og svo sneri hann sér á hina hliðina. Þorvaldur Árnason þýddi. Spámaðurinn. l*rh. af bls. 209. ég var úti með — með — að ganga mér til skemmtunar.“ Joseph ætlaði að segja eitthvað, en gat það ekki. ,,Hún kostaði fimm og fimmtíu, því að ég var með þér, þegar þú keyptir hana,“ sagði Emily; ,,og þar sem eg er búin að týna henni, er ekki nema sanngjarnt að ég borgi hana.“ Hún lagði tíu-króna-seðil á borð- ið hjá dótinu, og Joseph glápti á hann, eins og hann hefði aldrei séð peningaseðil á æfinni. ,,Og þú þarft ekkert að fást um að skipta honum, Joseph,“ sagði Emily; „það er aðeins ofurlítil bót fyrir vonbrigðin.“ Bill gamli reyndi að gera gott úr þessu með því að reka upp hlát-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.