Dvöl - 01.07.1937, Side 51

Dvöl - 01.07.1937, Side 51
D V 0 L 249 að vffinja mig á að liggja í nýju rúmi? — Ekki undir nokkrum kring- umstæðum, sagði frú Hansen, og augun skutu gneistum. — Þú hef- ir kannske hugsað þér, að ég geti legið á ,,dívan“, það væri svo sem eftir þér. Svo rifust þau dálitla stund um þetta, og hvorugt vék um hárs- breidd, og embættismaðurinn horfði á þau til skiptis. En hann var bæði reyndur maður og sál- fræðingur. Allt í einu stóð hann upp, sló hnefanum í borðið og sagði: — Jæja, þá er skilnaðurinn óframkvæmanlegur. Þá stóð Hansen líka upp, og sagði: — Já, það er víst, — eigum við ekki að fara aftur heim, Amelía? Þá gufaði gremjan hennar frú Hansen upp, eins og dögg fyrir sólu. — Já, kannske við ættum held- ur að gera það, sagði hún. Það sem eftir var dagsins töluðu þau ekki orð saman. Frú Hansen fann, að hún hafði hlaupið á sig, en Hansen óx and- lega séð. Hann hafði bæði verið göfugur og réttsýnn, en samtímis fastur fyrir eins og bjarg, eins og hverjum manni ber að vera. Þau lágu í rúminu um kvöldið, m$ð bökin saman, eins og þau höfðu vanið sig á í seinni tíð. En svo fann Hansen hönd konu sinn- ar á öxl sér. — Þú, Hansen, eig- um við ekki aftur að vera góðir vinir? Þetta var bara vegna þess, að við unnum í happdrættinu, það var alls ekki okkur að kenna. — Nei, svaraði Hansen með hægð, — það var það víst ekki. — Nei, það var það ekki, endur- tók frú Hansen, — en þarna get- ur þú séð, — það var hyggilegt af mér að kaupa þetta rúm, var það ekki? Þessu hafði Hansen ekki búizt við. — Jú, það var það, sagði hann, hvað gat hann líka annað sagt, og svo sneri hann sér á hina hliðina. Þorvaldur Árnason þýddi. Spámaðurinn. l*rh. af bls. 209. ég var úti með — með — að ganga mér til skemmtunar.“ Joseph ætlaði að segja eitthvað, en gat það ekki. ,,Hún kostaði fimm og fimmtíu, því að ég var með þér, þegar þú keyptir hana,“ sagði Emily; ,,og þar sem eg er búin að týna henni, er ekki nema sanngjarnt að ég borgi hana.“ Hún lagði tíu-króna-seðil á borð- ið hjá dótinu, og Joseph glápti á hann, eins og hann hefði aldrei séð peningaseðil á æfinni. ,,Og þú þarft ekkert að fást um að skipta honum, Joseph,“ sagði Emily; „það er aðeins ofurlítil bót fyrir vonbrigðin.“ Bill gamli reyndi að gera gott úr þessu með því að reka upp hlát-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.