Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 9
D V ö L 207 sig ekki, þá gæti hitt ekki komið fram. Hann bætti því við, að vegna þess að hann hefði aldrei sagt drauma sína fyr en nú — að und- anteknum draumnum um Bill og fótbrotið — þá gæti hann ekki með fullri vissu sagt um, nema hægt væri að koma í veg fyrir ógæfuna með því að gæta alveg sérstakrar varúðar, og ef til vill væri einhver leið til þess; og Bill gamli benti honum á, hve þarfur maður . hann yrði, ef hann gæti látið sig dreyma og aðvaraði fólk svo, áður en það væri um seinan. Um það leyti sem við komum í námunda við England, var löpp- in á Bill gamla mikið farin að skána og hann óð um allt við tvær hækjur, sem höfðu verið smíðaðar handa honum. Hann og Joseph og kokkurinn höfðu oft talað saman um drauminn, og gamli maðurinn var búinn að bjóða kokknum að koma heim með þeim, svo að hægt yrði að skýrskota til hans, þegar sagan væri sögð. ,,Ég gríp það rétta tækifæri", sagði hann, og segi henni það á sem gætilegastan hátt. Þegar ég tala til þín, þá samsinnir þú, en truflar ekki frásögnina að öðru leyti. Skilurðu mig?“ Við sigldum inn í höfnina á ynd- islegu sumarkvöldi. Enginn réði sér fyrir fögnuði yfir að eiga nú að stíga aftur fótum á þurrt land og við unnum eins ánægðir og starfsfúsir eins og þetta væri okk- ar líf og yndi. Þegar við komum upp undir bryggjuna, sáum við, að fáeinar hræður stóðu á bryggju- hausnum, og þar á meðal nokkrar laglegar stúlkur. „Svei mér þá, Joseph“, sagði kokkurinn og einblíndi á eina stúlkuna, „ef þetta er ekki snotur stelpa — og ekkert dauðyfli held- ur. Sjáðu bara!“ Hann kyssti á sér skítugan hramminn — og það var meira en mig hefði langað til, ef ég hefði átt hann — og veifaði svo í ákafa, en stúlkan sneri sér undan og hristi höfuðið. „Farðu þarna, láttu mig sjá“, sagði Joseph dálítið afundinn. „Þetta er stúlkan mín; þetta er hún Emily mín.“ „Ha?“ sagði kokkurinn. „Nú, en hvernig átti ég að vita það. Auk þess ert þú að losa þig við hana.“ Joseph anzaði honum ekki. Hann starði á Emily og því lengur sem hann starði, því fallegri fannst honum hún verða. Og satt að segja var hún óvenju-lagleg stúlka, enda voru fleiri hrifnir af henni en kokkurinn. „Hvaða strákur er þetta, sem stendur þarna við hliðina á henni ?“ spurði kokkurinn. „Hann er leigjandi hjá mömmu hennar“, sagði Joseph, og virtist vera í heldur slæmu skapi. „Mér þætti fróðlegt að vita, hvaða rétt hann hefir til þess að koma hing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.