Dvöl - 01.10.1938, Side 12

Dvöl - 01.10.1938, Side 12
250 D V Ö L skapi hans rm og einmitt band- vitlaust veður. „Ég skal keppa við ykkur/' öskraði hann upp til skýjanna, sem færðust æ neðar og neðar. „Ég skal vera kominn í afdrep áður en þið komizt niður til jarð- arinnar, það megið þið reiða ykk- ur á.“ Og áfram hljóp hann, jafnvel hraðar en nokkru sinni fyrr. Vegurinn lá fyrir neðan hann eins og teygður silkiborði. Gömlu mennirnir tveir sáust hvergi. Þeir höfðu leitað sér hælis á öruggum stað, flaug allt í ein'u í hug hans; og hann gaf sér tíma til þess að skríkja með sjálfum sér, þeg- ar hann hugsaði um skelfingar- svipinn á ásjónum þeirra, þar sem þeir stæðu við einhverja glufuna á fylgsni sínu og gæfu hinu ískyggilega veðurútliti gætur. Petta var eiginlega grábölvaður dagur; það var engin bót í að svitna á svona dögum. Hitinn lagðist á mann eins og mara, og himininn var eins og pottur, sem hviolft er niður fyrir augu. Á, þó það, þar náði hann samt veginum. Bíðum nú við, hann var farinn að þreytast dálítið í fótunum. O-jæja, það var nú ekkert undarlegt, þú hleypur nærri þrjár mílur, karl minn, og hefir ekkert æft þig langa-lengi; hvað skyldi Harry Greenwood segja, blessaður karl- inn hann Harry — það er illt og bölvað yfirferðar hérna, farðu varlega — bölvað — farðu var- lega — bölvað — varlega, mað- ur, v-arlega! Áfram samt, áfram, þetta styttist óðum! Andardráttur hans var orðinn að krampakenndum, kvalafullum siogum, iog svitinn rann niður í augun og blindaði hann. Hvíldu þig nú uppi á hæðinni, þú sérð ekki lengur, hvert þú ert að fara; svei því öllu saman, þú brýtur aðra hvora lapparskömmina á þér, ef þú heldur svona áfram. Nú hafði hann fundið götu- troðningana og rakti þá. Hann var óstyrkur í gangi, ákaflega móður og talaði stöðugt samhengislaust við sjálfan sig. Hann vissi, að hann var þarna ennþá á ferðinni, því að hann heyrði til sjálfs sín. Þú ert orðinn dálítið slæptur, karl minn, en nærð þér fljótlega aftur eftir stutta hvíld. Dimmt. Hann lyfti rennvotu andlitinu og leit upp í loftið. Svart — Drottinn minn — alveg' bik- svart; eins og himininn væri eitt risastórt negraandlit, sem ein- blíndi niður til jarðarinnar. En meðan hann horfði upp í loftið, var eins og það glotti allt í einu illgirnislega við honum. Hann bar aðra höndina upp að augunum og hikaði á göngunni. Með braki og brestum, líkt og allir turnar himnanna væru að rrnolast og hrynja saman, skall sfcormurinn yfir, og með honum regnið, eins og glitrandi, hvæsandi flóðalda. Hálf-blindaður af elding- unni og heyrnarsljór eftir ham-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.