Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 25
D V ö L
263
ingsálitið vinnst ekki. Hér er um
þjóðaruppeldi að ræða.
Vér íslendingar eigum nokkur
friðunarlög, bæði um fornar minj-
ar og einstakar dýrategundir, eink-
uin fugla. Lög þessi eru að vísu
góð það sem þau ná, en eftirlit
skíortir með þeim svo lengi, sem
almenningur skilur ekki nauðsyn
þess, að þau séu í heiðri haldin.
Benda má á það í þessu sam-
bandi, að friðun flestra farfugla,
vorra er nauðsyn, einkum s^kir
þess að þeir eru í hinni mestu
hættu í vetrarlöndum sínum. Það
er því sameiginlegt menningar-
og mannúðarmál allra norrænu
þjóðanna, að halda yfir þeim
verndarhendi, ef saga þeirra á
ekki að verða endurtekning á
sögu geirfuglsins.
Pað er nú á hinum síðari ár-
um, að helzt hefir nokkur skrið-
ur kiomiðl á þessi mál hér á landi.
bæði um almenna friðun og bætta
umgengni uin fagra staði. Sem
betur fer eykst ferðamenning
Jijóðarinnar stöðugt, þótt langt sé
enn að því marki, sem keppa ber
að. Margir mætir menn hafa lagt
þessum málum liðsyrði og þeim
orðið nokkuð ágengt, en stærsta
sporið í friðunarmálum vorum, var
stigið með friðun Pingvalla. En
vér þurfum að eignast fleiri slík
svæði, sem ekki séu einungis frið-
uð vegna náttúruverðmæta eða
söguminja, heldur beinlínis skóli
í því að umgangast náttúruna og
vé hennar. Helzt þyrfti slíkur
friðaður staður að vera í grennd
við alla hina stærri bæi í land-
inu.
Fyrir nokkru síðan var stungið
upp á þvlí í blaði, að stofnað væri
til félagsskapar, er hefði friðun-
unarmálin með höndum og leit-
aðist við að skipuleggja þau. Var
í því sambandi stungið upp á, að
ýmis félög gerðu með sér sam-
tök1 í þessa átt. Þetta virðist mér
ágætt fyrirkomulag. Aðilar að
þessum samtökum ættu að vera
Náttúrufræðifélagið, sem eðlilegt
væri að hefði forgöngu þessara
mála, Ferðafélagið, skógræktar-
félög, ungmennafélög, kennara-
félög og kvenfélög og e. t. v.
fleiri, sem kæmu sér saman um
fulltrúaval, er síðan gerðu tillög-
ur um það, sem framkVæma bæri
í þessu efni. Öll þau félög, sem
hér eru nefnd, hafa menningar-
mál á stefnuskrá sinni, og sum
þeirra vinna beinlínis í þá átt, sem
hér um ræðir, og geta þau unn-
ið stórfellt gagn >á þessu sviði
og hafa sum þeirra þegar gert
það. Pannig hefir Ferðafélag ís-
lands þegar unnið mjög að því,
að kenna mönnum umgengni um
náttúruna og að meta helgi fag-
urra staða. Pá hafa skólarnir ekki
síður hlutverk að vinna í þessu
efni, ætti þeim einkúm að veitast
það auðvelt sakir skólaferðanna,
sem nú eru orðnar tízka, jafnt í
æðri skólum sem lægri. Á þeim
ferðum gefst kennurum og öðr-
um fararstjórum óvanalega gott