Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 21
D V Ö L '259 vcgna þessa öfugstreym'is í hugar- farinu geri ég náttúruverndun hér að umtalsefni. Friðun náttúruverðmæta hefur nú um alllangt skeið verið ofar- lega á dagskrá meðal fjölmargra menningarþjóða, en samt er ekki þess að dyljast að víða er fram- kvæmdum komið skemur en skyldi. Síðar mun ég drepa á hið helzta, sem nágrannaþjóðir vorar hafa gert í þessum efnum. En hvað er þá friðun náttúrumi.nja? Hún getur verið með ýmsum hætti, sem nú skal talið. Stundum er hún aðeins svo, að teknar eru einstakar tegundir dýra eða jurta og þær annaðhvort alfriðaðar eða að einhverju leyti, svo að ekki sé hætta á, að þær deyi út með öllu. Samt hefur þessi tegund friðunar oftar einhvern hagsmunagrundvöll að baki, t. d. að hindra að stofn veiðidýra sé eyðilagður, og eru félög veiðimanna oft hin kapp- sömustu um að vinna að slíkri friðun. Laxa- og silungsfriðunar- lög hér eru af þessum toga spunn- in. Oft er þó slík tegundafriðun eingöngu af þeirri rót runnin að vernda viðhald tegundarinnar, og án þess að veiðihagsmunir komi til greina, þannig má skoða megin- hluta fuglafriðunarlaga Islands. Flestir íslenzkir fuglar eru sem kunnugt er friðaðir um varptím- ann, ogsumiralfriðaðir. Pessifiið- un er að mestu leyti mannúðar og menningarmál, því að fæstir hinna friðuðu fugía hafa veruleg veiði- verðmæti. Önnur tegund friðunar er sú, að taka einhvern landskika og alfriða hann, annaðhvort vegna þess hve hann er fagur eða sérkennileg- ur, eða þá ef á honum hvílir sögu- leg helgi. Slíkir staðir eru að jafn- aði alfriðaðir, bæði jurtir, dýr og jarðmyndanir. Bannað er að reisa þar hús eða gera önnur mannvirki en þau, sem allra nauðsynlegust eru, ogl verður þá að koma þeim þannig fyrir að sem minnst beri á. I þriðja lagi eru landsvæði frið- uð án þess að þau hafi nokkuð sjrstakt að bjóða, en eru einungis geymd, sem minjar hins ósnortna lands eins og það leit út áður en menningin og ræktunin lagði það undir sig. Þessi svæði eru einrig alfriðuð, og ef til vill er þetta sú friðun, sem mest gildi hefur fyr- ir margar þjóðir, og skal vikið að því nokkru nánar. I flestum lönd- um gengur þróunin þannig, að fólkinu fjölgar, borgirnar stækka, vélmenningin eykst og hún teygir hramma sína ekki einungis yfir bæina heldur yfir sveitirnar. Þar eykst ræktunin óðfluga með hjálp vélanna, og þeim blettum, þarsem náttúran er ósnortin fækkar að sama skapi. Sízt ber að lastaþessa hluti. Þeir eru eðlileg afleiðing þess lögmáls, sem knýr mennina til þess; starfs að gera sér jörðina undirgefna. En þessari þróun fylgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.