Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 54
292
0 VÖL
eins og maka hennar áður.
Þegar hún var orðin innikróuð,
hóf hún sig til flugs. Hann gerði
slíkt hið sama og með því að
fylgja henni fast eftir, flæmdi
hann hana á undlan sér niður eft-
ir allri á, í áttina til hafs, lengra
og lengra frá maka sínum. Að
Lokum gafst hún upp og lét fall-
ast niður á vatnið. Hann settist
skammt frá hennt og synti svo
til hennar og lagði sína upptendr-
uðu og blómstrandi hvítu fegurð
fyrir fætur hennar. Hún beygðí
hálsinn og hjúfraði höfuð sittupp
við bringu hans. Síðan syntu þau
i'ólega af stað í sameiginlega veiði^
för. Hann hafði fundið nýjan
maka. Síðar flugu þau niður með
ánni, langt burt áleiðis til sjávar.!
Innan skamms kom vorið, og
d.ag einn, þegar vindur blés af
suðri, hóf fjallasvanurinn sig til
flugs og hún fylgdi honum. Enn-
þá flaug hann undan vindi, en
nú aðeins norður á bóginn, yfir
flóann, þvert yfir landflæmið
hrjóstruga og yfir sjóinn fyrir
norðan það, þar sem stóru klett-
arnir vörpuðu svörtum skuggum
á sjóinn og vísuðu honum leið.
Nú skein sólin á fjallavatnið, og
ofan hlíðarnar og gilin steyptust
bjartir síniðandi lækir, fuglarnir
^ungu í trjánum og fiskarnir gripu
flugurnar, sem flutu á vatninu.
Fjallasvanurinn leiddi maka sinn
að hreiðrinu í sefhólmanum, þar
sem hann hafði skilið við lík síns
fyrra förunauts. Það var hér enn-
þá, hreiðrið, en líkið hafði flot-
ið burt í vorleysingunum. Pau
tóku að laga hreiðrið, svo að hún
gæti orpið í það eggjunum þeirra.
pórarinn Guðnasion þýddi.
Líam O'Fíahcriy
Liam O’Flaherty er írskur rithöfund-
ur, jafnaldri L. A. G. Strong (sjá bls.
255), kominn af fátækum og heittrú-
uðurn katólskum foreldrum, og drakk
hann auðvitað skoðanir þeirra og lífs-
viðhorf í sig með móðurmjólkinni.
Hcnn gekk á jesúítaskóla og ætlaði
að gerast prestur, en þegar stríðið
skall á, hélt hann til vígvallanna i
mikilli hrifningu, einkum vegna þess
að nú átti að bjarga liinni „katólsku
Belgíu“. En hann varð brátt ánægður
af stríðinu og sneri jafnframt baki
við öllum sínum fyrri hugsjónum,
meira og minna blönduðum heittrú og
dulspeki, og síðan liann fór að fást
við ritstörf hefir berlega komið í ljós.
að raunsæismenn á borð við hann eru
ekki á hverju strái. 1 stríðinu varð
hann fyrir áfalli, hélt heim til sín og
lét mikið til sín taka meðan ólgan var
mfösSt í Irlrndi um þessar mundir. Eft-
ir stríðið „lagðist hann í flakk“, ef
svo mætti segja, og er erfitt að benda
á það starf, andlegt eða líkamlegt,
sem þessi rúmlega fertugi maður hef-
ir ekki lagt fyrir sig einhvern tímg
á æf.nni. T. d. má nefna, að hann hef-
ir verið starfsmaður á járnbrautum,
þjcnn á veitingahúsi, griskukennarl
við háskóla í Suður-Ameríku og verk-
fallsleiðtogi i New-York. Auk þess