Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 35

Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 35
D V Ö L Það fær brátt furðu mikla leikni í því að bjarga sér sem bezt má verða úr hverri raun. En hefir það ekki einmitt verið aðalsmark sveitanna hversu giftu- samlega þeim hefir tekizt að bjarga sér úr hverri eldraun. Rís þar ekki menning þeirra hæst? Einangrun, fátækt, verkfæraleysi. Og þar á ofan hafís, eldgos og drepsótíir. Með yfirmannlegum krafti hefir þjóðin barizt hér gegn og unnið mikla sigra. Það er und- ursamlegt hve mörg heimili allt frá öndverðu hafa komizt langt í Ijví að rísa til sómasamlegs lífs af svo að segja engum efnivið. Með nægjusemi, þollyndi, samtök- um og dugnaði hefir þeim tek- ist langflestum að bjarga sóma sínum. Það er ekki lítið eftir- tektarvert hversu mikill menning- arbragur getur leynzt innan veggja lágreists sveitabýlis. Þar getur verið gott til dvalar þótt fá séu húsgögnin. Ágætt tákn um snilld bóndans og hæfni í því að skapa heil- steypt verk af litlum efnum, er ganrli torfbærinn. 1 landi sífelldrar úrkomu og umhleypinga seldi náttúran honum í hendur léleg- asta byggingarefnið sem getur — torfið. Úr því hleður hann þykka veggi, sem gróa fljótt og legg- ur hellu á brött þök, sem kljúfa ágætlega regnið. í grænu túni rís yfirlætislaus bær. Á mjúkan, kyrr- látan Iiátt rennur hann saman við umhverfið. Jörðin, bærinn og 273 bóndinn eru sem ein samgróin óaðskiljanleg eining. Sál bóndans og samband hans við móður jörð speglast þarna ágætlega. Sú meg- in hugsjón hans að bjargast sem bezt má verða af litlum efnum óvíða betur túlkuð. Hér liggur að nrestu gildi og fegurð þessn stíls. Svo kemur nýr tími með stein og lím og vill byggja í sama stíl. Þau hús eru bæði dýr og óþægileg. Þar með er hugsjón bóndans svívirt, sú að gera allt sem haganlegast og bezt. Hér er eftirlíkt án nokkurs innra skiln- ings. Fingraför nýlendumenning- arinnar auðsæ, öpun í blindni. Ennþá er eitt ótalið, sem mun hafa sterk, mótandi áhrif á hjarta hvers barns, sem ellst) í sveit, það er hið innilega samband þess við dýrin. Æskumenn á kynþroska- skeiði geta fundið til einangrunar í siveit, en barn aldrei, á hversu miklu afdalakoti, sem það elst. Mennirnir, sem það lifir með, marka því engan bás. Allt um- hverfið með öllu sínu fjölþætta lífi er heimur þess. Sál þess rúm- ar víddir óendanleikans. Það hlakkar til fyrsta fífils vor hvert og fagnar honum sem góðum vini. Leyndarmál fugls, sem á hreið- ur í vegg, þekkir það í æsar. Hver skepna á heimilinu er félagi þess frá því fyrsta. Það kannast við duttlunga hennar, þarfir og þrár. Hið nána samlíf barnsins við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.