Dvöl - 01.10.1938, Síða 15

Dvöl - 01.10.1938, Síða 15
D V ö L 253 þessi bréf, full af ótta og kvíðandi efasemdum. Hann gerði sér í hug- arlund, þar sem hann rölti þung- lamalega eftir götunni, hve þessi síðustu áminninganorð hlutu að hafa brennt sig djúpt í hiugann; sá í anda litlu stúlkuna, með grá, gal- opin augu, þar sem hún sat við rúmstokkinn og reyndi að taka sem bezt eftir orðum móður sinnJ ar og leggja þau á minnið. „Já, kæra mamma. Nei, kæra mamma". Aumingja veslings Daisy. Hann andvarpaði, þegar hann hugleiddi, hve blindur iog skilningslaus hann hafði verið. En ekki tjáði að sak- ast um það, sem orðið var; hann skyldi bæta fyrir það allt, ef — ó, guð — ef hún væri ekki dáin, hefði ekki drukknað eða orðið fyr- ir eldingu; ef hann hefði ekki drepið hana. En ef hún væri lif- andi — góði guð, miskunnsami giuð, láttu hana vera á lífi; refsaðu henni ekki fyrir synd mína — en það gat nú allt hafa farið vel, og hann ráðgerði, meðan hann lagði leið sína yfir heiðina og stefndi heim til hennar, hvernig hann skyldi sína henni margskonar vott blíðu og nærgætni, þegar þau hitt- ust. Hér um bil klukkustund eftir að óveðrinu slotaði, var Daisy að hengja þviottinn sinn upp í annað sinn. Allt í einu kom hún auga á Dave, sem drógst áfram í átt- ina til hennar og var nærri kom- inn að hliðinu. Hún hljóp á móti honum, full undrunar og um- hyggju, og greip um handlegg hans, einmitt þegar hann var að því korninn að hníga niður. „Heyrðu, elsku Davey“, hrópaði hún upp yfir sig, „þú ert allur rennvotur! Lentirðu í óveðrinu? Komdu inn, elskan mín, og ég skal útvega þér þurr föt.“ David leit á hana þreyttum, pjáningarfullum augum og fcll á kné. „Guði sé lof“, hvíslaði hann, „þú ert þá heil á húfi, þú ert heil á húfi“. Hún deplaði augunum framan í hann. „Ég meiddi þig þá ekki? F>ú varst þá ekki úti í óveðrinu?“ „Úti í óveðrinu? Nei — elskau mín — nei! Og ég náði meira að segja þvottinum inn, áður en regn- ið skall yfir“. „Ég meiddi þig þá ekki, þegar ég kastaði þér frá mér?“ „Nei, elsku Davey“. Alvörusvip- ur færðist yfir andlit hennar með- an hún studdi hann heim götuna. „Davey, ég sá eftir því, að ég skyldi gera þér svona gramt í geði. Ég hlýt að hafa gert þér hræðilega gramt í geði, þótt ]>að væri reyndar alls ekki ætlun núii. Ég skal aldrei gera það oftar“. Hún leiddi hann inn í eldhús og lét hann setjast við eldinn. „Bíddu hérna, ég ætla að ná í einhvrrj- ar þurrar flíkur handa þér. Svo skal ég fara burt, meðan þú skipt- ir um föt.“ „Daisy“, sagði hann auðmjúkur,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.