Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 75

Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 75
D V Ö L 313 barátta, og þar er lýst, víöa háÖ. Bar- átta vísinda við hjátrú — og trú. Þýðingin er samvizkusamlega af hendi leyst. Að ytra frágangi er bókin snyrti- ieg, eins og flest, sem frá þessum útg. kemur. Mœttu aðrir taka sór það til fyr- irmyndar. Karl Strand Birflrur Albertsson: Magnús Eiríksson. Guðfræði hans og trúarlíf. Bitt hið allra merkilegasta, sem gerzt hefir í bókmenntum íslendinga þetta ár, er vafalaust útkoma doktorsrits séra Ei- 1-íks Albertssonar á Hesti, um Magnús Eiríksson guðfræðing. Hér er fyrsta rit- ið, sem guðfræðideild háskóla vors tek- ur gilt til varnar við doktorspróf. Er það eitt sér fullkomlega vert athygli, og sönn- un þess, a'ð liér er um sjaldgæft og full- komlega vísindalegt verk að ræða. Ilitt tel ég þó öllu merkilegra, og fullkomið þrekvirki, að sveitaprestur, sem bundinn er við embættisstörf, hlaðinn búsáhyggj- um og auk þess f jarri söfnum og aðgangi að heimildum, skuli leysa af hendi jafn- mikið og vandasamt fræðilegt afrek og þessi bók er. Þar sem hér er um sögulega fræðimennsku að ræða, jafnt og guð- fræSilega, verður að ætlast til þess, að alþjóð manna — söguþjóðin í söguland- inu — veiti starfi séra E. A. fulla at- hygli og gjaldi honum virðingu sína fyrir afrekið. Magnús Eiríksson (1806—1881) er þjóð vorri miklu ókunnugri en skyldi, enda ól hann mestan aldnr sinn í fjar- lægu laridi og skrifaSi rit sín á tungu þess lands. En um gáfur., lærdóm og per- sónuleik var hann í röS merkustu íslend- inga s.l. aldar. Hefir hann enda veriS meðal fremstu guðfræðinga álfunnar um sína daga. í bók sinni segir séra E. A. æfisögu hans, rekur guðfræði hans og ritstörf rækilega og gerir glögga grein fyrir guðfræðistefnum og trúarviðliorfum samtíðar hans og umhverfis. Þó að bólcin só vísindarit og d»md h*f til varnar við doktorspróf, er hún alþýðlega skrifuð, skemmtileg aflestrar og girnileg til fróS- leiks hverjum þeim, sem slíku ann. Á hún því fullkomlega skiliS aS vera víða lesin, svo að hið mikla verk höf. verði að verðugum notum. A. Sigm. íaland. Ljósmjmdir af landi og þjóð. Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja í samvinnu viS Ferðafélag Islands. Þetta er bók. sem vakiS hefir einna mesta nthygli þeirra óvenjulega mörgu bóka., sem komiS hafa út nú fyrir jólin og líklega hefir hún selzt meira en allar aðrar nýútkomnar bækur. Einkum hefir hún verið notuð mjög mikið til gjafa til annarra landa. Geir G. Zoega liefir ritað skörulegan fomiála og Pálmi Hannesson rektor glæsi- lega íslandslýsingu, sem er einnig birt á ensku í fremur góSri þýðingu, Bem reyndar nær þó ekki þrótti og fegU-’S frummálsins að öllu leyti. Myndirnar eru valdar af Bimi Arnórssyni stórkaup- manni. Hefir það verið vandaverk, Og auSvitaS hljóta alltaf að verða skiptar skoðanir um, hvað á að taka og hverju að hafna í svona safn. Myndimar eru áberandi margar eftir safnandann sjálfan —• mildu fleiri en eftir nokkurn einn nmnn annan. En það er nú löngum svo, aS hverjum þykir sinn fugl fagur, enda mun Bjöm vera góÖur myndasmiSur. En það hefði þurft nefnd hinna fæmstu manna til þess að velja myndimar. Þegar ísland er nefnt erlendis við menn, sem þekkja það lítið, þá er mjög algengt að það fer eins og knldahrollur um þá. Mun því valda talsvert liið kulda- lega nafn landsins. Bók sem þessi má ckki með myndum sínum auka á þessa kennd erlendra manna. En ekki er laust við, að ofmikiS sé af kletta- og jökla- myndum, en of lítiS af myndum, sem minna á starf og líf. Svo eitthvað sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.