Dvöl - 01.10.1938, Side 49

Dvöl - 01.10.1938, Side 49
D V Ö L 287 á Puríði, að hún skyldi verða að steini og standa þar, sem kristn- ir menn miða á henni sólina, ogj harðastir vindar gnauða um limi hennar. Álögin urðu þegar að á- hrínsiorðum. Önnur sagan segir, að þau skyldu vera í 'þessum álög-* um til Ragnarökkurs, en hin sögn- in að þau skyldu losna við álög sín nokkurru fyrr en ísland yrði frjálst í annað sinn. Yzt á Óshlíð, nokkuru ofan við mitt fjallið, er standklettur, sem Puríður nefnist. Par á Puríður gamla að hafa verið sett í álög. — Þjóðólfur er nú algerlega horf-, inn sýnum, eins og hér verður sagt frá. Núlifandi elztu menn hafa marg- ir á yngri áruin sínum átt tal við' þá, er mundu klett þenna og hve- nær hann hvarf sýnum. Um það miðja vegu milli ófær- unnar, — en svo nefnist innsli tangi Stigahlíðar — og yztu var- anna í Bolungavík, stóð á yngri árum þeirra, klettadrangur á að gizka 15—18 feta hár oglO—12 fet að þvermáli. Drangur þessi var um eða framan við fjöruborð- ið. Virlist steinn þessi standa á klöpp; var hann brimsorfinn og hvítur af fugladrit. Drangur þessi nefndist Þjóðólfur. Alþýða trúði því að þetta væri Þjóðólfur sá er fyr greinir. Vorið 1840 var fjölmenni mikið í Bolungavík, eins og jafnan fyrr og síðar. Nóttina milli 23. og 24. maí var um það helmingur sjó- manna í róðri, en þeir, sem í landi voru, sváfu. Veður var ágætt, blæjalogn tog hlýtt. Um morguninn þegar sjómenn fóru að tínast úr róðri, veittu þeirþví eftirtekt, að drangurinn*) Þjóðólf- ur var með öllu horfinn. Þótti þetta miklum tíðindum sæta, og flaug fregnin á svipstundu um alla Bolungavík. — Nú veittu menn því ennfremur eftirtekt, að hrun- ið hafði gríðarmikið úr Þuríði á Óshlíð, klettastapinn lækkað um allt að því þriðjung, að því- er tal- ið var. Og það átti að hafa gerzt sömu nóttina og Þjóðólfur hvarf, — Gamla þjóðsagan um viðskipti þeirra Þuríðar og Þjóðólfs, sení að framan getur, rifjaðist nú upp. Margir töldu að vísu sennilegast, að Þjóðólfur hefði oltið um og1 myndi liggja þar í fjörunni, eða niðri í sandinum. En við eftir- grennslan sáust engin merki þess' Malarkambur er þarna ofar í fjöý- unni, og nokkuð stórsteinótt fjaran, en sandbotn er dregur fram úr! *) í sóknarlýsingu Eyrarprestakalls, Skutulsfirði, laust eftir 1840, segir: „Árið 1836 hvarf drangurinn í logni um nótt, svo enginn vissi hvað af hon- um varö. Allir muna Bolvíkingar eftir Þjóðólfi og vita gjörla hvar hanni stóð, pví hann var slakur og róið' flram hjá honurn, er á sjó var farið. Og fullyrtu allir í einu hljóði, að svo grunnt væri :allt í kring um klöppina,' sem hann stóð á, að hann gæti varla þar legið“.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.