Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 63
D V Ö L 301 með eitthvert stærsta og fegursta reynitréð í Hreðavatnshólma s.l. sumar. Mjög algengt er það að fólk, einkanlega í sambandi við myndatöku, klifrar upp í lim trjánna og ofreynir greinarnar, þar til þær klofna eða brotna frá bolnum eða lamast einhvernveginn svo að þær deyja. Undarlega mik- ið hugsunarleysi kemur oft fram gagnvart skóginum, jafnvel þar sem sízt skyldi. Pannig var t. d. fyrir ekki löngu síðan skólastjóri einn úr kauptúni á ferðþarna að Hreðavatni með fermingarbörniri úr skóla sínum og áði á lítill'i, sléttri flöt við þjóðveginn hjá veit- ingaskálanum. En umhverfis flöt- ina voru lítil, strjál bjarkartré, sem áttu erfitt með að lifa og festal rætur í Igróðurlitlum hraunjöðrun- um; þau prýddu þó mjög áninga- staðina. Alílt í einu tókég eftir því, að allmargt unglinganna var farið að skreyta sig með skógarhrísl- uin. Og sá ég þá að þeir rifu hverja greinina á fætur annarri af hinum strjálu og litlu trjám um- hverfis áningarstaðinn, fyrir aug- um skólastjórans, án þess að hann gerði þar við nokkrar athuga- semdir. Pess skal getið, að svo sem, þriggja mínútna gang frá var svo þykkur skógur, að umbót var að gresja hann, væri það gert með lagi, og þá féllu auðvitað til nóg- ar hríslur til þess að skreyta sig með. — Ekki eiga þó allir ferða- menn hér skylt mál. Sumir þeirra ganga prýðilega um tjaldstaði og annarsstaðar, er þeir fara um úti í náttúrunni. En þeim þyrfti að fjölga. Hugvekjur um náttúrufrið- un og góða umgengni á ferðalög- um ætti hverjum kennara að vera ljúft og skylt að flytja í skóla sín- um, nemendum til vakningar og skilnings. Ferðafélög ættu varla að láta -nokkurn fund sinn eða samkomu1 líða svo, að þau minntu ekki á þessi mál. Sérstaklega er þó nauð- synleg góð umgengni ferðamanna þar sem skógar eru og þó einkum þar sem eru strjál tré og einstakir runnar á alfaraleiðum. Par gætir þess ennþá meira sé skógargróð- urinn særður eða búið illa að hon- um á annan hátt. ,,Úti í villta vestrinu", í skóg- um Klettafjallanna eru fest upp á vegamótum og öðrum fjölförn- um stöðum, spjöld úr járnþynn- um með skýrum áletrunum, serrt þola vel regn og storm. Pessar áletranir eru stuttar þróttmiklari áminningar til vegfarenda um að fara vel með skóginn og bending- ar um þær hættur, sem skóginum stafi af gáleysi þeirra. Ég vildi óska, að skógrækt ríkisins kæmi upp slíkum aðvörunarspjöldum víðsvegar á fögrum stöðum um landið, einkúm þó þar, sem skóg- inum er mest hætta búin af ferða- mönnum. Menn vilja máske segja, að þetta sé ekki þjóðmál, og ég býst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.