Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 70

Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 70
308 D V ö L Bókafregnir Sigurður Helgason. Og árin líSa. Þrjár stuttar skáldsögur. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja h.f. Reykjavík 1938. í öllu því gegndarlausa bókaflóði, sem árlega hellist inn í bókabúðimar — og að nokkra leyti út úr þeim aftur — vik- uraar fyrir jólin, eru að jafnaði aðein* fáar bækur, sem lifa það að sjá næstu jól, þ. e. a. s. þegar þær eru búnar að vera eitt ár á markaðinum, dettur engum í hug að spyrja um þær framar og það man enginn eftir þeim, fyrr en þeim skýtur upp á einhverri bókavikunni eftir skemmri eða lengri tíma. Þessar bækur eru dægurflugur, það er tekið eftir þeim vegna þess eins, að þær eru nýjar — og þá náttúrlega auglýslar —, vegna þess ið þær eru óþekktar. Þegar menn lesa þær, kynnast þeim, þá eru þær um leið gleymdar. Aðeins örfáar lifa lengur; það eru bókjncnníiVnar, góðu bækumar, sem eru lesnar af því að þær eru góðar, en ekki fyrir þá sök, að þær séu nýjar. Ég gæti trúað, að í ár yrði bók Sigurðar Helgasonar meðal hinna fáu útvöldu. Ég hefi því miður ekki haft tækifæri til þess að lesa fyrri bækur þessa höf., en ef nokkuð má marka dómana, sem þær á sínum tíma fcngu, hefir honum farið geysimikið fram sem íithöfundi. Yfirleitt má segja nm bókina „Og árin líða“ (nversvegna er meirililuti íslenzkra bóka- heita markleysa út í bláinn ? Mátti ekki kenna þessa bók við einhverja söguna, t. d. miðsöguna?), að hún sé lnngt yfir meðallag þess, sem nú er gcfið út á landi hér. — Fvrsta og jafnframt stytzta sag- an „Þegar neyðin er stærst“ segir frá bóndarolu, sem á degi nevðarinnar bjarg- ast og öðlast brot af Hfshamingju fvrir kraft sinnar bamalegustu heimsku. — Sagan er prýðilega sögð og hin afkára- lega og hálf reyfara-kennda beinagrind hennar færð í mjög eðlilegan og hrukku- lausan búning. — „Skarfaklettur" heitir næsta og bezta sagan, full af dramatískri ógn og myrkum örlögum. Það er langt síðan birzt hefir ný ísl. smásaga, sem til- tækilegt er að bera saman við margt af því, sem beztu erlendir höf. láta frá sér fara í þeirri grein, en hér kom þó ein. Það er meira að segja ekki laust við sjálfrað eða ósjálfráð áhrif frá einni eða tveimur afburðasnjöllum erl. smásögum, sem birzt hafa í ísl. þýðingum, þar sem einveran í fangelsi náttúnumar, í sain- starfi við sult og aðrar líkamlegar þján- ingar, reytir spjarimar utan af frum- stæðustu hræringum mannlegs huga. — T þessari sögu er einveran aðeins gerð enn óbærilegri með því að láta tvær ósain- stilltar sálir auka hvora á annarar byrði En það er galli, að höf. hættir við að lofa fram í tímann. Þegar barizt er í tvísýnu um líf eða dauða, slaknar hinn spennti strengur í brjósti lesandans við þessa setningu: „Og oft var það síðar, þegar lmn lét hugann reika, að hann nam stað- ar við þetta atvik,“ o. s. frv. Nú, þau eign þá að bjargast, fyrst hún á eftir að lifa lengi enn! Hins sama gætir víð,ar í bókinni. — Síðasta og lengsta sagan „Á vegi reynslunnar" er gömul og r.ý sorgar- saga, sem oft hefir verið sögð áður, en er ekld sögð af nógum glæsileik hér til þess að umbúðimar vegi upp á móti því, hve innihaldið er laust við að vera framlegt. Það, sem einkennir þessa bók, er vand- virkni og aftur vandvirkni. Hún geymir lítið sem ekkert af leiftrandi setningum, og höf. á meira að segja stundum í mesta basli við að koma hugsunum sínum í fonn klúðurslausrar íslenzlm. En með elju og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.