Dvöl - 01.10.1938, Side 33

Dvöl - 01.10.1938, Side 33
D V Ö L Tí 1 um. Mál þeirra og kenning hefur því verið auðskilin hverjum sem var, háum sem lágum. Smali, sem stiklaði að fé, jafnt sem lærður maður, fann þar túlkaðar sínar dýpstu hugrenningar tog þrár. Þó þjóðin sé fámenn, hafa skáldin getað glaðzt við þá hugsun, að í hvert sinn, er þeir hófu upp raust, var hlustað um gjörvallt l'and, frá afdalakotum á útnes fram. Sem órjúfanleg heild var þjóðin læri- sveinn þeirra og aðdáandi. Þýð- ing þeirra log gildi fyrir allt þjóð- lífið því óútreiknanlega mikið og víðtækt. Öll sú list, sem enn hefur skap- ast hér, er því í sannleika eign sveitanna. Hún er átak þeirra, sem alizt hafa í sveitum, sem hafa vax- ið þar og mótazt. Og sum merki- legustu listaverkin hefur alþýðan sem heild myndað. Svo er um ýmsar sögur og sagnir, svo er um gömlu þjóðlögin, sem að kunn- ugra sögn, mun það frumlegasta, sem lagt hefur verið fram afþjóð- inni í þeirri grein. Það er enn fleira en samlífið við jörð og náttúru, sem hefir gjörmótandi áhrif á hvern, sem lelst í siveit. Daglegu störfin munu hverjum þar mjög þnoskavæn- legur skóli og móta varanlega eðli iag lund. Fyrir nokkrum árum ferðaðist Holger Kjær, danskur lýðskóla- maður, um byggðir landsins með það fyrir augum að kynnast heimafræðslunni gömlu og menn- ingu sveitanna. Um för sína og rannsókn hefur hann skrifað bók, stórmerka, er hann kallar „Kam- pen om Hjemmet“. Hann bendir þarl á hve langt sé frá því að nú- tímabarnaskólinn með sínum v's- indalegu aðferðum, langa skóla- tíma og sómasamlegu kennara- stétt, uppfylli þær vonir, sem til hans hafi verið gerðar. En af kynnum þeim, er hann hér hlaut á gömlu heimilisfræðslunni, þyk- ist hann hafa komið auga á, að hún muni hafa leyst hið flókna vandamál uppeldisins á yfirburða einfaldan og ódýran hátt. Að vísu dettur honum ekk’i í hug, að hægt sé að hverfa að fullu til hennar aftur, en telur æskilegt, að meiri samvinna mætti takast rnilli heim- ila og skóla. Hann drepur á að menntuðustu nýskólamenn hafi komið auga á þetta og vilji með skólum sínum eftirlíkja að nokkru sveitaheimili, til þess bendir meðal annars sú áherzla, sem þeir leggja á verk- legt nám. Spámaður nýskólamanna er sem kunnugt er Pestalozzi og enginn hefir skilið betur uppeldislega þýðing vinnunnar en hann. 1 Nýjla-Qarði (Njeuhof) lét hann börnin annast dagleg störf. Á sumrum unnu þau á ökrum, og á vetrum sátu þau að spuna, og meðan hjólið rann hlutu þau munnlega fræðslu um marg- vísleg efni. H. Kjær segir, að ein- hver frægasti nýskólamaður Am-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.