Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 36
274
D V Ö L
dýrin blæs því í brjóst ást til
þeirra. Og um leið skilur það til
fulls réttindi þeirra til að lifa og
vaxa. Hver dagur, sem kemur,
kyndir þannig í hjarta þess glóð
velvildar til annara og knýr það
til uinönnunar.
Engum getur dulizt, að menn-
ingarlega séð hefir það mikið gildi
að sál barnsins sé þannig á unga
aldri plægð og í hana sáð
frækornum samúðar og réttlætis
gagnvart öðrum verum. Enginn
skóli mun finnast, sem gefur nem-
öndum sínum aðra eins leikni í
því að ástunda slíkar félags-
dyggðir sem íslenzkt sveitalíf,
enda mun sú skólun mjög setja
mörk sín á íslenzka alþýðumenn-
ing allt frá öndverðu.
Á unga aldri gerðist barnið for-
sjá dýra, vinur og félagi. Sem
fullvöxnum þegn í sveit var því
vináttukenndin töm. Avextir þeirr-
ar kenndar eru hverskonar hjálp-
fýsi, greiðasemi og gestrisni.
Frá því sögur hófust hefir gest-
risni verið einkenni sveitamannai
Landnáma segir frá konu einni,
sem lét gera skála um þvera þjóð-
braut, hún sat á stóli úti og lað-
aði gesti, en borð stóðu inni jafna.
Systur hefir hún margar átt, kona
þessi,; í sveitum landsins á liðnum
ölduml og á enn. Pótt kjör þeirra
hafi oft verið þröng, vildu þær
hverjum gott gera, er að garði
bar. Gestrisni í sveit sprettur vit-
anlega að nokkru af ytri knýjandi
nauðsyn, öðrum þræði niun hún
einnig ávöxtur þeirrar merkilegu
innri menningar, sem um aldir
heiir blómgast í byggðum lands-
ms.
IV.
Margir telja framfarir síðustu
ára óbrigðult tákn um menningu
þjóðarinnar og gróandi líf. Þeir
nota þá sem mælistiku á menn-
ingu lengd malbikaðra vega, hæð
steinsteyptra húsa, tölu brúa,
burðarmagn skipa o. s. frv. Menn
með slíkan kvarða í huga geta
vitanlega horft í klárri fyrirlitn-
ing á „fjósamenning" forfeðranna.
Listir og bókmenntir verða einnig
ómælanjlegar á þá stiku.
Vitanlega eim verklegar fram-
kvæmdir mikils virði, að svo
miklu leyti sem þær létta lífs-
baráttu og veita fleirum mögu-
leika til sæmilegrar afkomu. En
út af fyrir sig eru þær þó eng-
in sönnun þess, að raunveruleg
menning sé að eflast né andlegt
líf að gróa.
í blóði þjóða, sem hæst reisa
hús, geta eldar tortímandi haturs
brunnið, sem áður en varir valda
mikilli eyðileggingu og hruni.
En hver þjóð og hvaða einstakl-
ingur er þá á raunverulegri fram-
farabraut? Ruskin, enskur snill-
ingur, svarar því á þessa lund í
bók! sinni Sesame and Lilies: Sá
einn er á framfarabraut, sem
hvern dag eykur mildi hjarta síns,
varma blóðs síns, skerpu vitsmuna
sinna, sá sem á anda, er hljóðum