Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 48
286
D V Ö L
í vertíðarlokin. Peningar voru Iitl-
|ir í íumferð manna á með’al á þeim
tímum. Á tímabili því, sem hér
ræðir um var mest spilaður „lom-
ber“, eins og reyndar enn þann
Idag í ,dag. Hallinn varð þar sjald-
an mjög mikill. Aðkomumenn lítl'
vanir spilamennsku urðu þó oft
hart leiknir fjárhagslega, því Bol-
víkingar margir hafa ávallt verið
mjög snjallir lomber-menn, og
viðvaningum tjáði ekki að etja
kappi við þá í þeim leik. Whist
var mjög lítið spiluð af vermönn-
um, og hin elstu heimilisspil, svo
sem alkort sama og ekki, en,
kötlur var ávallt talsvert spiláður.
Yfirleitt var spilamennskan mik-
ill tímaþjófur og glapti fyrirþarfri
tómstundavinnu vermanna.
Forlög og fyrirburðir.
E'ínjs |Ogj gengur voru fyr-.
irburðasögur og fylgjur jafn-
an á vörum manna í
Bolungavík, svo sem í öðrum sjáv-
arplássum. Verða þær ekki skráð-
ar á þessum stað. Aftur á móti
ætla ég að setja hér sögu frá því
fyrir miðja 19. öld, er birzt hefir
áður á prenti*) í nokkuð öðrum
búningi en hér, og talsvert lengri,
,en lifir ekki lengur á vörum EoL
víkinga. Sagan er um Puríði land-
námskbnu og Pjóðólf, er talinn
var bróðir hennar.
Um afdrif Þuríðar hafa myndast
sagnir, er telja stóran klett utar-
*) I Vesturhcimsritinu Syrpa, 1015*
lega á Óshlíð, vera Puríði í álög-
um. Er aðdraganda þeirra atburðia
lýst á þessa leið:
Munnmæli herma, að Þjóðólfur1
sá, er nam Þjóðólfstungu, en sá
bær er í Tungudal um 3 km. frá
þorpinu, hafi verið bróðir Þuríð-
ar Sundafyllir. Þuríður bjó í
Vatnsnesi í Syðridal. Hún átti að
hafa haft naut sín á Stigahlíð, er í
þann tíð hefir eflaust verið bet-
ur gróin en nú. Innarlega á hlíð-
inni er svonefnd Bolagata. Hún
er nú sem klettagjá og lítt, eða
alls eigi fær gangandi mönnum.
Um götu þessa átti Þuríður að
hafa látið reka nautpening sinn
út á Stigahlíðina. Mælt erað'Þjóð-
ólf hafi eitt sinn vantað gripi til
slátrunar í gestaboð. Brá hann
sér þá út á Stigahlíð, tók vænsta
bola Þuríðar systur sinnar, og
hélt með hann heimleiðis.
Þuríður hafði af forneskju sinni
hugboð um ferð bróður síns og
veitti honum eftirför. Hittust þau
á miðri Bolagötu, og köstuðust
þar á köldum kveðjum. Þuríður
heimtaði að bolinn væri laus lát-
inn, en Þjóðólfur þverneitaði að
sleppa honum. Þuríður vissi, að
hún hafði ekki afl við Þjóðólf og
kaus því ekki að fara í handalög-i
mál. Enduðu orðaskipti þiirrameð
því, að þau lögðu hvort á annað.
Þuríður lagði á Þjóðólf að hann
skyldi verða að steini og standa
þar, sem flestir fuglar drituðu á
höfuð hans, en öldurnar gnauð-
uðu um fæturnar. Þjóðólfur lagði