Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 71

Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 71
D V ö L 369 dugnaði tekst honura að gera verk sitt þannig úr garði, að hann stendur sem rithöfundur framar þeim, sem geta jafn- vel talnð eldlegum tungum, en skortir Jiað þrek og þá sjálfsgagnrýni, sem er óhjákvæmilega skilyrði til þess, að efni- legur byrjandi geti með tíð og tíma orðið snillingur. Enn eitt dæmi um vandvirkni er próf- arkalesturinn, sem er miklu fullkomnari en gengur og gerist. Að síðustu má geta þess, að pappírinn í bókinni er með af- brigðum slæmur. I’að er ómögulcgt aö skera upp úr örkunum með verkfærum, sem vcnjulega eru notuð til þeirra hluta, án þess að tæta blöðin inn undir miðjar spásslur. Þ. G. Guðm. Daníelsson frá Gutt- ormshaga. Gegnum lystigarS- inn. Skáldsaga. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Þegar getið er bókar eftir þenna höf- und. væri það undantekning frá reglunni, ef hann væri ekki skammaður fyrir aÖ stæla stíl Halldórs Kiljans, og skal það því hór með gert — en með þessum at- hugasemdum þó: Um bókina í heild verð- ur naumast nokkuð sagt, svo skiptir þar mjög í tvö horn. Einnig hvað viðkemur stíl og meðferð málsins yfirleitt, er fvrri hluti hennar sízt frumlegri eða vandaðri en þær bækur höf., sem áður eru út komnar, en þegar líður á bókina, virðist hann greinilega sprengja af sér gamln fjötra og byrja nýtt líf. Iívort þetta er vfsir til eilífs lífs, er framtíðarinnar og höf. sjálfs að ákveða. „Gegnum lystigarðinn" (nafniö er illa valið og gefur enga hugmynd um efni bóknrinnar), er saga Hrafns Halldórs- sonar, ungs nianns, sem hleypur að heim- an undan ofríki systkina sinna, sem ekki skirrast við að gleypa í sig það litla, sem honnm er skammtað til miðdegisverðar (hann er þó næstelzti bróðirinn og mað- ur um tvítugt). Hann kemst í tjöld vega- vinnumnnna og vinnur með þeim til hausts, en fer þá til Reykjavíkur og tekur að leggja stund á skáldskap. Síðari lýsir höf. skálda- og ástadraumum þessa unga manns og að live miklu leyti og á hvern hátt þeir að lokum rætast, en að rekja það nákvæmlega yrði lengra mál en Dvöl kefir rúm fyrir, enda ástæðu- laust. Guðm, Daníelsson er all-stórvirkur rit- höfundur og honum dettur margt gott í hug, en hann er ekki vandvirkur. Þegar andinn kemur yfir hann, skrifar hann góða kafla, en þegar andinn vill ekki koma, ætti hann að hefla og laga þá sömu kafla, í stað þess aö skrifa nýja og senda svo hvorttveggja í prentsmiðjuna án nauðsynlegrar fágunar. — Eins og áður var á minnzt, er síðari hluti þessarar bókar miklu betri og heilsteyptari en hinn fyrri, sagan er meira lifandi, þýðingar- litlar aukapersónur valda minni glund- roða og losi; í stuttu máli — höf. nær fastari tökum á viðfangsefni sínu, en einnig hér skortir talsvert á vandvirkni. Aðalatriðið er ekki blaðsíðufjöldinn né hraði hnndarinnar, sem á pennanum held- ur. Bæði höf. og lesendum er betra að út komi ein góð bók en tvær sæmilegar, sem bera með sér, að þær gætu verið betri. Ytri frágnngur bókarinnar er ljýta- laus, að öðru leyti en þvi, að vandfundin er sú blaðsíða, sem ekki skartar með einni eða fleiri prentvillum, flestum svo augljósum, að hver meðalgreindur bama- skólanemandi hlyti að hafa rekið augun í þær, ef honum hefði verið falinn próf- arkalestur, Þ. G. Halldór Kiljan Laxness. Gerslca (rfintýriS. Minnisblöð. Bókaútgáfa Heimskringlu, Reykjavík 1938. Það er óþarfi að minna bóklesandi ís- lendinga á það, þegar komin er á mark- aðinn bók eftir Halldór Kiljan Laxness, og það væri bamaskapur af ósérmennt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.