Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 22
standa á skíöunum í byrjun hverr- ar brekku, en sat aö jafnaði síðari hlutann. En ferðin gekk furðu fljótt og fyrr en varði vorum við komnar til sjávar í Kjaransvík. Kjarnasvík er vestust af þrem smávíkum, sem fyrir norðan eru í daglegu tali nefndar Víkurnar. Hinar eru Hlöðuvík og Hælavík. Þær skerast inn úr allstórri vík, sem takmarkast af Almenningi að vestan en Hælavíkurbjargi að austan. „Þarna er reimt,“ sagði Hún og benti á merki um kofarúst við sjóinn. „Hérna varð Stakkadals- draugurinn1) úti með brennivíns- kútinn." Ég skoðaði allt gaum- gæfilega en sá engin merki um drauga. Leið okkar lá nú um grýtta fjöru áleiðis til Hlöðuvíkur. Við urðum nú að axla skíðin og þrömmuðum áfram þungstígar og þreyttar. Á Kambi við sjóinn sáum við hross nokkur. Eitt þeirra var sá furðulegasti hestur sem ég hef augum litið. Hann var óvenju lág- fættur, með kolsvarta fætur, tagl og fax en ljósmósóttan bol og kaf- loðinn eins og kind. Eftir mikla í- hugun ákváðum þið þó að þetta væri samt hestur, en ekki kynja- dýr úr sjónum. Þegar fjörunni sleppti komumst við, á snjóföl og freistuðum þess 3) Um hann er getið í Hornstrendinga- bók. Þ. Bj. að ganga á skíðunum, því við vor- um orðnar býsna axlasárar. Við létum okkur svo hafa það að böðl- ast á skíðunum hvað sem fyrir varð unz við komum að Búðum í Hlöðuvík. Þar var þá tvíbýli. Báðir bændurnir tóku á móti okkur á hlaðinu. Við heilsuðum þeim kurteislega. Þeir höfðu vart tekið kveðju okkar, þegar þeir tóku til að tauta um fífldirfsku þessa ferðalags. Slíkt hjal var okkur sízt að skapi og tókum við tal þeirra óstinnt upp. Þeir buðu okkur gist- ingu, en hana vildum við ekki þiggja, þar sem við höfðum ekki ætlað okkur að deila leiðinni í á- fanga. Bændurnir urðu steinhissa en buðu okkur svo kaffi. Aðra húsfreyjuna bar nú þar að, og bauð hún okkur í bæinn. Hún bauð okkur sæti og skerpti á kaffikatli sínum. Fleira af kven- fólki hússins kom nú á vettvang. Allar þessar lífsreyndu konur voru sammála um það, að ferð okkar væri óafsakanlegt flan. Þær höfðu aldrei á sinni löngu ævi heyrt þess getið, að kvenfólk leyfði sér það að fara yfir Skálakamb og Atlaskarð að vetrarlagi, einungis að gamni sínu. „Einu sinni verður allt fyrst,“ varð mér á að segja. En þá urðu konurnar styggar og átöldu mig harðlega fyrir að tæla unga stúlku út í slíka fásinnu. Ég sem væri eldri, ætti þó að hafa ofur- lítið meiri vitglóru. Mér fannst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.