Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 6
84 DVÖL STEPHEN VINCENT BENÉT er amerískur rithöfundur og hefur hann bæði ort ljóð og ritað skáldsögur. Hann er einkum frægur fyrir snjallar smásögur, og er ein hin bezta þeiira talin „Djöfullinn og Daníel Webster',, sem komið hefur í íslenzkri þýðingu í „Dvöl“, Benét er talinn meðal fær- ustu rithöfunda, er nú eru uppi. v______:_________________________!_J mundi það hverfa í mistur kom- andi nætur. Hann varð að safna saman sprekum, kveikja eld, ná í eitt eða tvö epli, finna vatn og út- búa náttból. Á morgun ætlaði hann að byrja að byggja yfir sig kofa. Ef til vill væri réttast að ljúka smíði bátsins, áður en hreyft væri við fjársjóðnum. Fjársjóðurinn gat beðið — ekki hljóp hann burt. Og ekki mundi heldur tíminn hlaupa með Vasco Gomez frá fjársjóðnum. Það var morgun einn, þegar Vasco Gomez hafði nær lokið verki sínu, að hann í fyrsta sinn fann, hve algerlega einmana hann var. Honum var þetta ókunn tilfinn- ing. Svo alókunn, að hann missti hnífinn, sem hann hélt á i hendi sér, er hann varð fyrstu áhrifanna var, eins og hann hefði verið sleginn á úlnliðinn. Hann tók þó óðara hnífinn upp aftur og hélt áfram verki sínu. En tómleika- kenndin vildi ekki yfirgefa hann. Líf hans hafði hvorki verið fá- breytt né rólegt. Hann hafði átt skipti við konur og karla en aldrei þvingunarlaust. Ef hann leit til baka yfir atburði síðustu ára, gat hann tæpast fundið þess nokkur dæmi, ekki einu sinni í skipsbroti, að henn hefði verið aleinn, skilinn úr öllu sambandi við heiminn. En nú var hann einmana. Hann var einmana og vitneskjan um það hratt honum til að hugsa. Vasco Gomez var ekki vanur að hugsa, allra sízt um sjálfan sig. Verk hans krafðist nokkurrar umhugsunar, en ekki nógrar. Áð- ur, meðan fjársjóðurinn var í fjar- lægð, var hann nóg umhugsunar- efni og áætlanaefni . Nú var fjár- sjóðurinn innan handar. En það rúm, sem hugsunin um hann skip- aði áður fyrr í huga hans. var nú fyllt öðrum, óvenjulegum hugsun- um. „Hver er hann þessi Vasco Gom- ez?“ heyrði hann sjálfan sig spyrja, gagntekinn einhverjum undarlegum ótta. „Vasco Gomez? Hvað, það ert þú — það er ég — þú ert hér, mað- ur — þú ert að smíða bát!“ Hann talaði háum rómi, hann fann nokkra fróun í því að heyra rödd sína. En eftir stundarkorn ásóttu hann sömu hugsanirnar og fyrr. Vacso Gomez — hann vissi áreið- anlega hver Vasco Gomez var! Hann sá hann berjast, drekka kyssa axlir gleðikvenna, klifra upp skipshliðar með langan hníf milli tannanna. Stór og grófgerður, hraustur og hugrakkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.