Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 59
D VÖL 137 var í gulum, bláröndóttum kufli. Hann lá á legubekk við hliðina á dökkri stúlku og hló. Hún notaði ódýrt andlitsduft, Á borði við hlið þeirra stóðu hálftæmd glös, og kápa stúlkunnar og hattur héngu þolin- móð á snaganum, eins og þau byggjust við langri bið. „Alltaf er eitthvað að,“ urraði læknirinn. „Maður fær aldrei hvíld eftir erfiðan dag,“ en svo stakk hann nokkrum glösum og verkfærum i tösku, skipti á kuflinum og jakka og gekk síðan með þeim. „Hraðaðu þér aö þessu þarna upp, vinur,“ hrópaði stúlkan á eftir honum. „Eyddu ekki allri nóttinni í það.“ Læknirinn þrammaði föstum skrefum inn í íbúð Hazel Morse og beint inn í svefnherbergið. Nettie og strákurinn fylgdu á hæla honum. Ungfrú Mor.se hafði ekki hreyft sig, svefn hennar var alltaf jafn hljóðlaus og djúpur. Læknirinn horfði hvasst á hana. Svo þrýsti hann þumalfingrunum að lægðunum rétt fyrir ofan augun og þrýsti fast að. Nettie hljóðaði upp yfir sig. „Alveg eins og hann ætlaði að knosa hana niður í gegnum rúmbotninn,“ sagði strákurinn og skríkti. En Hazel Morse gaf engin lífsmerki frá sér. Allt í einu þreif læknirinn sængina ofan af henni, og með annarri snöggri hreyfingu fletti hann upp náttkjólnum og lyfti upp hinum digra hvíta fæti. Hann kleip mörgum sinnum í hann fyrir ofan og neðan hnéð. Hún vaknaði ekki. „Hvað hefur hún drukkið?“ spuði hann Nettie yfir öxlina. Með ákveðnum skrefum eins og manneskja, sem veit hvar hún á að ganga að hlutunum, gekk Nettie að skápnum, þar sem Hazel geymdi vín sitt, en hún kom allt í einu auga á litlu glösin tvö, sem stóðu hjá speglinum. Hún þreif þau og gekk með þau til læknisins. „í allra heilagra nafni,“ hrópaði hann og lét fótinn á Hazel detta niður. „Því í fjandanum hefur hún verið að gleypa þetta allt? Þetta var nú ljóti grikkurinn. Já, það má nú segja. Nú verðum við að dæla þessum fjanda upp úr henni. Þetta var nú hábölvað. Georg, þú ferð niður með mig í lyftunni, en þér bíðið hér. Hún hleypur varla burtu.“ „Hún deyr þó ekki hérna hjá mér?“ hrópaði Nettie. „Nei,“ sagöi læknirinn. „Nei, það er alveg áreiðanlegt, það væri ekki einu sinni hægt að sálga henni með öxi. IV. Eftir tvo daga kom Hazel Morse aftur til meðvitundar, fyrst aðeins undrandi, en svo kom skilningurinn, sem hafði í för með sér sljóan °g þjakandi ömurleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.