Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 55

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 55
DVÖL 133 varð á vegi hennar og bað um eina öskju af andlitsdufti, naglabursta og eina öskju af verónali. Burstinn og andlitsduftið áttu að benda til þess, að svefnlyfið væri aðeins einn liður í innkaupunum. Afgreiðslu- maðurinn var mjög alúðlegur. „Við höfum það aðeins í glösum,“ sagði hann og tók fram glas með tíu hvítum töflum í. Svo gekk hún í næstu lyfjabúð og keypti þar vasaklút, hárnálar og eitt glas af verónali. Afgreiðslumaðurinn þar var líka alúðlegur. Jæja, nú ætti ég að hafa nóg til þess að drepa uxa, hugsaði hún með sér á leiðinni aftur til stöðvarinnar. Þegar hún kom heim, lét hún glösin niður í kommóðuskúffu og horfði á þau með dreymandi viðkvæmni. Jæja, guði sé lof, nú er ég búin að fá það, sagði hún við sjálfa sig og gældi við glösin. Negrastúlkan var eitthvað að snúast í dagstofunni. „Nettie,“ hrópaði Hazel. „Viljið þér vera svo góðar að skreppa fyrir mig til „Jimmy“ og sækja eina flösku af viský.“ Hún raulaði fyrir munni sér, meðan hún beið eftir stúlkunni. Nokkra næstu daga hafði vínið alveg eins góð áhrif á hana og fyrst er hún tók að leita trausts og gleði hjá flöskunni. Þegar hún var ein, var hún blíðlynd og viðkvæm, og þegar hún var hjá „Jimmy“, var hún kátust af öllum. Art dáðist að henni. Svo var það kvöld eitt, að hún hafði lofað að hitta Art hjá „Jimmy“ og borða með honum kvöldverð. Hann var í þann veginn að leggja af stað í verzlunarferð og mundi verða burtu í viku. Hazel hafði drukkið allan síðari hluta dagsins, og meðan hún var að klæða sig og snyrta, áður en hún færi út, fann hún, að henni leið ágætlega og var í ágætu skapi. En þegar hún kom út á götuna, rann ölvíman af henni allt í einu og hún fylltist þunglyndi og sárum einmanaleik, sem fékk svo á hana, að hún stóð reikandi á gangstéttinni, og gat ekki fengið sig til að halda göngunni áfram. Þetta var grámyglulegt kvöld og gekk á með snjóéljum, og göturnar voru hrímaðar. Hún gekk afar hægt yfir 6. stræti, og hreyföi fæturna með erfiðismunum. Þá sá hún allt í einu, að hestur, sem dró þungan vagn, missti fótanna og féll á hnén rétt fyrir framan hana. Ekillinn bölvaði og ragnaði og lét höggin dynja á aumingja skepnunni, og fylgdi hverju höggi eftir af öllum kröftum, en hesturinn reyndi af öllum mætti að ná fótfestu á hálli götunni. Hópur forvitins fólks safnaðist um þetta. Þegar Hazel kom til „Jimmy“, ^ar Art farinn að bíða eftir henni. „Hvað gengur eiginlega að þér?“ sagði hann án þess að heilsa. „Ég sá hest,“ sagði hún. „Maður kennir svo mikið í brjósti um hesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.