Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 15

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 15
DVÖL 93 Hann var djúpt sokkinn í hugsanir sínar, þegar hann heyröi hróp frá einum manna sinna, svo að hann greip til sverðsins. Brátt sá hann hvar maðurinn stóð og veifaði handleggjunum. Hann flýtti göngu sinni í áttina til hans. Sjómennirnir viku til hliðar fyrir honum. Allt í einu stóð hann augliti til auglits við einhvern ókunnugan. Maðurinn sat í skúta nokkrum milli tveggja kletta, spennti greipar um hnén og horfði út á hafið. Nokkrar fatadruslur héngu enn utan á honum og krabb- arnir höfðu ekki snert hann, en líkaminn var eins og skorpnað leð- ur. Hann hlaut að hafa verið dauð- ur marga mánuði — það, sem eftir var, var skurn, sem sól og vindur höfðu þurrkað og varið rotnun. Andlitsdrættirnir voru mjög skýrir, andlitið bar jafnvel sérstakan svip — svip, sem for- inginn hafði séð áður. Hann bar vasaklútinn upp að vitunum, þeg- ar hann minntist þess, hvenær hann hafði séð þetta síðast. Nei, jafnvel sólin og vindurinn gátu ekki máð burtu þennan svip. Sjómaður einn tróð sér fram. „Vitið þér, hver hann er?“ spurði hann ákafri röddu. „Það er Gomez, hinn grimmi sjóræningi, herra. Ég hef séð hann áður og Tom hefur líka séð hann — og þar hefur hann fengið, það sem hann Þurfti með, sá portúgalski djöfull, segi ég!“ „Já“, sagði foringinn, sem tæp- ast hafði hlustað á þetta, „það getur vel verið hann. Við heyrð- um, að hann hefði verið yfirgef- inn á eyðiey og . . . „Rétt er það, yfirgefinn“, sagði sjómaðurinn, „sá grimmi hundur. Jafnvel hans eigin skipshöfn varð leið á honum að lokum og . . .“ Hann hallaði sér áfram, eins og til að hrækja framan í þessa skorpnuðu mannsmynd. „Eigðu vizku þína sjálfur, mað- ur minn“, sagði foringinn harka- lega, og maðurinn hörfaði frá. Hann og félagar hans voru nú að telja upp glæpi þess látna, en for- inginn hlustaði ekki á þá. Hann horfði á Vasco Gomez. Hann hlaut að hafa rétt fyrir sér — enginn gat misskilið þennan svip, sem einu sinni hafði séð hann. Og þó gat hann ekki skilið það. Augu hans leituðu niður til strandarinnar, til landkrabbanna, sem stukku þar aftur og fram — já, þar voru sjóskjaldbökur niður frá — ávextir inn til eyjarinnar, fiskar í sjónum. Eyjan var lítil, en vistir nógar til að fæða heila skipshöfn. „Og þó gæti ég svarið, að mað- urinn dó úr hungri,“ muldraði foringinn í barm sér. „Það er ein- kennilegt." Ingi Tryggvason, þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.