Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 48
I
E) VÖI.
126
/-----------------------------------—\
ELÍAS MAR er ungur Reykvíking-
ur, aðeins tuttugu og tveggja ára að
aldri. Nokkrar smásögur hafa birzt
eftir hann í blöðum og tímaritum, og
hann hefur skrifað eina lengri skáld-
sögu, sem kemur út nú í haust.
V___________________________________)
í bæinn. En gamla konan reynist
erfið viðureignar, — ekki svo að
skilja, að hún streitist á móti.
Síður en svo. — Hún reynir miklu
fremur að fylgjast með syninum
og sonarsyninum, er af mannúð
sinni reyna að koma þessu óvita
gamalmenni til bæjar. Aðeins
kvartar hún yfir því, að þeir
★
Listamaðurinn krefst þagnar.
Franz Liszt var einn hinna miklu listamanna, sem krafðist athygli
og eftirtektar af hlustendum sínum, er hann lék á hljóöfæri, og í því
efni gerði hann sér engan mannamun.
Meðan hann dvaldi í Rússlandi naut hann eitt sinn þess heiðurs
að leika fyrir Zarinn, Nikolaj I. Meðan á hljómleikunum stóð tók
Liszt eftir því, að Zarinn var að tala við sessunaut sinn.
Liszt hætti að leika án andartaks umhugsunar og lét hendurnar
hvíla hreyfingarlausar á nótnaborðinu.
Zarinn þagnaði og sendi þá þjón til listamannsins, með þessa
fyrirspurn:
— Zarinn spyr, hvort yður hafi orðið eitthvað illt, meistari?
— Nei, svaraði Liszt. — Mér líður ágætlega, en ég veit, að þegar
Zarinn talar eiga allir aðrir að þegja.
Listamaöurinn varð ekki fyrir fleiri truflunum á þeim hljómleikum.
gangi nokkuð hart, — spyr, hvort
nokkuð liggi á, — með þeirri hóg-
værð, er alla stund hefur verið
henni eiginleg.
„Eru kannske komnir gestir?“
Ekkert svar.
Hún er ekki lengur húsmóðir á
þessu heimili. Hún mun ekki kvödd
til að taka á móti gestum.
Ekki einungis fossinn hennar er
henni eilíflega að baki, — heldur
finnst henni bæjarhúsin vera
framandi og fólkið sér með öllu
óviðkomandi, sem hálft í hvoru
er guðsfegið, að hún skyldi koma
Quintus frá Cadiz.