Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 34
112 DVÖL frúm ... En gatan ætlaði sér nú aö athuga hana alveg eins og hverja aðra, þegar þau stönzuðu hérna á leitinu! Nú, nú — þau námu staðar, eins og gatan hafði gert ráð fyrir! Frúin var í stórum skóm, rétt eins og maðurinn, en samt var hún eitthvað svo undur mjúkfætt. Hún var í pokabuxum, svo að smá- steinarnir í götunni gátu ekki rétt eins svalað forvitni sinni gagnvart henni, eins og gagnvart sveitastúlkunum, þegar þær voru að stökkva milli bæja. Hún var í stuttum jakka, sem var ekki mik- ið öðruvísi en jakkinn mannsins — reyndar bæði buxurnar hennar og jakkinn gráblá, — og svo var hún í hvítri skyrtu, og á henni var stór og víður kragi, sem huldi alveg hálsmálið á jakkanum. Hún var víst lítið lægri en maðurinn, og þó að hún væri mjúkfætt, þá var þetta ekkert umfangslítill lík- ami! Raunar voru leggirnir mjóir og eins mittið, en mjaðmirnar og brjóstin, sá ávali, sú blessuð frjó- semdarmýkt. Hálsinn — skrítið með hann. Það var eins og hann byrjaði úti undir öxlum, og svo fór þetta smámjókkandi, og var seinast orðinn fallegur sívalningur. Hún var berhöfðuð, eins og mað- urinn, hárið svipað á lit og á hon- um — máski heldur ljósara, og um það var brugið ljósbláum, breiðum borða, sem gljáði í sól- skininu. Andlitið var ávalt og fullt að vöngum, dálítið rautt af sól, en ekki brúnt eins og andlit mannsins. Allmiklar brúnir — og nef í stærra lagi, fallegt nef, sem átti sinn þátt í að gefa andlitinu þennan tilkomumikla svip, sem á því var, lítill munnur, en þykkar, rauðar varir — og augun, þau voru grá, en í þeim einkennilegir brún- ir dílar, sem urðu meira áberandi, n,ærri lýsandi, ef hún einbeitti augunum að einhverju. Svipurinn — jú, hann gat orðið hýr, til að mynda ef hún laut niður að litlu, bláu blómi við götuna, en annars var hann nokkuð þungbúinn, stundum í honum gremjulegt óþol, en alltaf eitthvað, sem bar vott ákafa og skapþupga, þó stilltan af föstum vilja. Nú horfðu þau bæði yfir dalinn, sem blasti við, breikkaöi þarna að allmiklum mun. Vinalegar gras- og lynghlíðar, sem enduðu í ávölum fjallsöxlum, voru eins og faðmur, sem héldi á skál með grænu grasi, bleikri sinu og bláu og grænu og gulgrænu lyngi. Á einn veginn var sem stórt skarð væri í barm skál- arinnar, og hið bláa band, ísaum- að hvítu og svörtu hér og þar, band, sem lá í bugðum milli bleikra, grænna, gulra og blárra gróðurreita, hvarf í þessu skarði. Yfir skálarbarminn sást svo blá- grár flötur, og hinum megin við hann risu fjólublá fjöll — sko, nú hillti þau upp! Það var eins og þau tækju að stíga sóldans á blá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.