Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 36

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 36
ÍÍ4 DVÖL ur samt — og svo . .. Nei, aldrei botna ég í því! — Og svo lástu þá kyrr í hvílu- pokanum, geyið, þunnt þil á milli! O, fý sagöi gatan! En konan, en frúin — hvað hugs- aöi hún? Götunni fannst eins og hita legði niður úr þykkum sólun- um á skónum frúarinnar. Og hvað hún hugsaði? Nú hnyklaði hún brúnir — og anzans ósköp gat hún orðið reiðileg. Þarna kreppti hún hnefana — og nú eins og leiftraði það út frá henni, sem hún var* að hugsa: — Ræfill, aumingi, sauður! í út- gerðinni — þar getur hann verið nógu skrambi myndugur. Þá vant- ar ekki röggsemina, árveknina, þá sefur hann ekki eins og dauður, sefur ekki eins og syndaselur. Eða í íþróttamálunum, félagsmálun- um — en.. ! Uss, ég bara segi honum upp, læt hann róa! Asni, aumingi, höfuðsmaöur gelding- anna! Allt í einu sparn hún við fæti og þeyttist af stað niður brekk- una — utan við götuna, stefndi beint ofan að á. Hann fór á eftir; jú, það gerði hann! — Hana nú! Þá hef ég líklega ekki meira af þeim, þokkahjúun- um! Þau rjúka heim á einhvern bæinn, kannski yfir á! Og mig, sem langaði svo til að .. ! Og gat- an tók á sig krók og snéri brátt baki við hlaupagikkjunum, fíflun- um, ,snéri hreinlega upp á sig. Konan hljóp alla leið niður að á, fleygði sér á árbakkann og starði niður í vatnið. Nokkru síð- ar kom maðurinn, og hann hag- aði sér nákvæmlega eins — ámóta og þetta hefði veriö umtalað mál. Þarna var hylur við bakkann. Hann hafði myndazt ofan við malarrif, sem stóð þó ekki alveg upp úr — nema rétt á stöku stað. Hylurinn mjókkaði til beggja enda, en var breiðastur einmitt þar, sem maðurinn og konan lágu. í hon- um miðjum var stór steinn, sem stakk aðeins upp úr svörtum koll- inum. Annars var steinninn loðinn af slýi. Næst honum var alldjúp rák, og þegar vel var að gætt, sást, að þarna mundi vera hringiða. Já, þarna voru strá, sem hreyfðust ósköp hægt í kringum steininn ... Áin, hún suðaði og suðaði utan við rifið — og hún var eitthvað dul í máli, nærri því íbyggin var hún ... En sko, þarna kom þá silungur upp hylinn, ekki mjög stór, miðl- ungs bleikja, fór sér ósköp hægt. Og þarna kom annar, fór með sömu hægð, var svolítið stærri, þessi. Ógn fóru þeir sér annars rólega, svört bök, svona að sjá þau í vatninu, bleikir kviðir, kannski á þeim einhverjar dröfnur. Varla að séð yrði, að sporðarnir hreyfð- ust, helzt, að eyruggarnir blökuð- ust. Nú hvarf sá fyrri á bak við steininn, en hinn var á að gizka einum metra á eftir. Nú kom sá fyrri í ljós aftur, en hann hélt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.