Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 50

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 50
128 DVÖL eins amaefni. Maður gat alltaf fengið allt, sem maður þarfnaðist. Hún var aldrei dauðadrukkin, en sjaldan algáð. En nokkuð stór skammtur á degi hverjum var henni nauðsynlegur til þess að halda sér við. Ef hann var of litill þjáðist hún af kveljandi þunglyndi. Eiður tók hana með sér til „Jimrnys". Hann var hreykinn, hreykinn eins og útlendur ferðamaður, sem álitinn er innlendur, yfir kunnugleik sínum á nýjum veitingastöðum í sóðalegum, brúnmáluðum húsum. Það voru staðir, þar sem maður gat fengið sérstaka tegund af viský með því að nefna nafn einhvers fastagestsins. Veitingakrá „Jimmys" var eftir- lætisstaður hans og félaga hans. Þar kynntist Hazel mörgum mönnum og kónum fyrir atbeina Eiðs, og eignaðist marga kunningja. Karlmennirnir buðu henni oft út, þegar Eiður var heima í Utica. Hann var hreykinn af því, hvað henni varð vel til vina. Brátt varð þaö henni að vana að fara ein í veitingakrá „Jimmys“, þeg- ar hún hafði ekki ráðstafað kvöldinu á annan hátt. Þar var hún alltaí viss um að hitta fólk, sem hún þekkti og gat eytt kvöldinu með. Þarna var eins konar samkomustaður helztu kunningja hennar. Konurnar, sem heimsóttu „Jimmy“ voru allar hver annarri líkar, og það gat í rauninni talizt merkilegt, því að alltaf voru einhverjir að fara, og nýir komu í þeirra stað. Þrátt fyrir þetta virtust hinir nýkomnu ætíð líkjast þeim, sem fyrir voru. Þetta voru allt saman stórar og feitlagnar konur, breiðaxla og brjóstamiklar, hvapholda í andliti og alltof mikið málaðar. Þær hlógu hátt og hryssingslega, og þá komu í ljós dökkar, gljáalausar tennur, sem líktust hornlaga steinvölum. Þær litu allar út fyrir að vera hraustar, en þó var yfir þeim veiklulegur blær, sem vitnaði um sífellda baráttu þeirra fyrir því að halda sér við. Þær gátu verið 36 ára eða jafnvel 45 eða einhvers staðar þar á milli. Nöfn þeirra voru saman sett af skírnarnöfnum þeirra og ættarnöfn- um manna þeirra. — Það voru Florence Miller, Vera Riley, Lilian Block. Þetta veitti þeim í einu vé hjónabandsins og geisladýrð frelsisins. Þó voru ein eða tvær þeirra, sem höfðu fengið fullan skilnað. Flestar minnt- ust aldrei á fyrrverandi eiginmenn sína, en sumar, sem höfðu aðeins verið fráskildar skamman tíma, lýstu þeim af miklum áhuga. Sumar þeirra voru mæður, áttu oftast eitt barn — dreng, sem gekk i einhvern skóla, eða telpu, sem var alin upp hjá einhverri frænku eða ömmu. Þær stundir voru margar, sem úthellt var tárum og sýndar litlar ljósmyndir. Þetta voru allt saman aðlaðandi konur, innilegar og vingjarnlegar og átakanlega móðurlegar í sér. Mikilvægasti eiginleiki þeirra var stillingin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.