Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 47

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 47
DVÖL 125 á stundinni, en hjónin ríða í hlað og ganga í milli þeirra, reynandi að koma á sættum milli þessara skemmtinauta. Það tekst. Bóndasonurinn tjáir, að helvítis kerlingin sé týnd. „Svei mér þá, hún er týnd, — sem ég er heill og lifandi, það er ekki snefill eftir af henni í bænum. — Ef hún er inni í bænum, þá er það ég. sem er meira en lítið fullur!“ Fólkið treöur í bæinn og ekki er gamla konan þar. „Amma gamla týnd!“ hrópar unglingurinn og skellihlær fram- an í nokkra jafnaldra sína, sem ríða.afvelta í hlað. „Heldurðu, að það sé ástand, lagsmaður!" Einhverjum kemur til hugar aö leita gömlu konunnar í útihúsun- um. Hvammsbóndinn sonur henn- ar gengur upp brekkuna í áttina til Hvammsgils. Sonur hans eltir. í grasivöxnu brekkunni niður að árbakkanum sjá þeir, hvar gamal- mennið situr á steini með höfuðið í greipum sér og styður olnbogum á hnén. „Þarna er hún!“ Þegar sonurinn kemur að henni og spyr, hví hún sitji þarna, lítur til hans grátbólgið andlit, og magr- ar, beinaberar hendur Snæfríðar greiða silfurhvítt hárið frá enn- inu. „Hér er fossinn minn, Þórður,“ segir hún og er glöð. Hún er eins og lítið barn, sem aftur hefur fundið týnt leikfang, sem því var einkar kært. „Hvernig komstu hingað, mann- eskja?“ spyr sonur hennar. „Hún er vitlaus! Hún er með óráð!“ hrópar yngri afkomandinn og leggur til, að þeir beri hana heim í bæ. „Ég get tekið þetta á bakið,“ segir hann og slangrar til, hvar hann stendur. Sonurinn reynist þó hafa vit fyr- ir þeim. Gamla konan er látin rísa á fætur af mosavaxinni þúf- unni, en hún á bágt með að hreyfa sig og getur tæplega stað- ið óstudd. „Þaö er mér hreinasta ráðgáta. hvernig þú hefur kom- izt hingað,“ mælir sonurinn. „Þórður minn, líttu á fossinn," segir hún og strýkur tár af kinn- unum. „Já já — ég sé fossinn,“ svar- ar Þóröur óðalsbóndi og gefur syni sínum bendingu um að taka undir annan handlegg Snæfríðar. „En það er betra fyrir þig að gera ekki tilraun til að ganga niður brekkuna atarna í annað sinni hér frá,“ segir hann. Svipur móðurinnar á þessu augnabliki er eins og velgjörða- mannsins, er allt í einu á líf sitt undir því komið, að fyrrverandi skjólstæðingur hans þyrmi honum af miskunn sinni. — Snæfriður horfir barnslegum augum á son sinn. „Fæ ég aldrei að sjá fossinn minn oftar?“ Þeir reyna að leiða hana upp eftir brekkustígnum og koma henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.